Handritshöfundur E.T. látinn

Melissa Mathison, handritshöfundur E.T.: the Extra-Terrestrial, lést í Los Angeles á miðvikudag, 65 ára. melissa

Mathison, sem hlaut Óskarstilnefningu  árið 1983 fyrir handritið, hafði barist við krabbamein.

„Hjarta Melissu var uppfullt af ást og örlæti og það skein jafnskært og hjartað sem hún gaf E.T.,“ sagði Steven Spielberg, leikstjóri E.T..

Mathison skrifaði einnig handritið að myndum á borð við Kundun eftir Martin Scorsese og The Black Stallion í leikstjórn Walter Farley.

Mathison og Spielberg unnu aftur saman við gerð The BFG sem er verið að legggja lokahönd á þessa dagana. Hún er væntanleg í bíó í júlí á næsta ári. Þar fer Ólafur Darri Ólafsson með eitt hlutverkanna.

Mathison var gift leikaranum Harrison Ford og eignaðist með honum tvö börn, áður en þau skildu árið 2004.