Hangover höfundur leikstýrir „Hangover“ mynd

Eftir velgengni Hangover myndanna hafa ýmsar dyr opnast fyrir aðstandendum myndanna, enda hefur formúlan sem myndirnar ganga út á slegið í gegn – vinir í ótrúlegum ógöngum.   Handritshöfundur Hangover myndanna, Scot Armstrong, hefur nú verið ráðinn til að leikstýra nýrri mynd í Hangover-stíl fyrir Universal kvikmyndaverið; Search Party.

The Hollywood Reporter segir frá því að Armstrong skrifi handritið sjálfur ásamt Mike Gagerman og Andrew Waller auk þess sem hann mun framleiða myndina.

Armstrong sem vann að myndum eins og Old School og Road Trip með Todd Phillips leikstjóra Hangover, mun einnig framleiða Search Party í félagi við þá Paul Brooks, sem framleiddi Pitch Perfect, Neal Moritz, sem framleiddi 21 Jump Street, og Ravi Nandan sem framleiddi Hesher.

Search Party verður fyrsta myndin sem Armstrong leikstýrir og söguþráðurinn er kunnuglegur eins og áður sagði: Myndin fjallar um tvo vini, Evan og Jason, sem reyna að koma vini sínum Nardo aftur saman við kærustu sína sem hann var skilinn við, eftir að þeir hræddu hann svo mikið að hann flúði frá altarinu þegar hann var að giftast henni.

Þegar Nardo er rænt og hann skilinn eftir nakinn og blankur í Mexíkó, þá byrjar röð óhappa suður af Rio Grande.

Áætlað er að frumsýna myndina síðla árs 2014. 

 

Hangover höfundur leikstýrir "Hangover" mynd

Eftir velgengni Hangover myndanna hafa ýmsar dyr opnast fyrir aðstandendum myndanna, enda hefur formúlan sem myndirnar ganga út á slegið í gegn – vinir í ótrúlegum ógöngum.   Handritshöfundur Hangover myndanna, Scot Armstrong, hefur nú verið ráðinn til að leikstýra nýrri mynd í Hangover-stíl fyrir Universal kvikmyndaverið; Search Party.

The Hollywood Reporter segir frá því að Armstrong skrifi handritið sjálfur ásamt Mike Gagerman og Andrew Waller auk þess sem hann mun framleiða myndina.

Armstrong sem vann að myndum eins og Old School og Road Trip með Todd Phillips leikstjóra Hangover, mun einnig framleiða Search Party í félagi við þá Paul Brooks, sem framleiddi Pitch Perfect, Neal Moritz, sem framleiddi 21 Jump Street, og Ravi Nandan sem framleiddi Hesher.

Search Party verður fyrsta myndin sem Armstrong leikstýrir og söguþráðurinn er kunnuglegur eins og áður sagði: Myndin fjallar um tvo vini, Evan og Jason, sem reyna að koma vini sínum Nardo aftur saman við kærustu sína sem hann var skilinn við, eftir að þeir hræddu hann svo mikið að hann flúði frá altarinu þegar hann var að giftast henni.

Þegar Nardo er rænt og hann skilinn eftir nakinn og blankur í Mexíkó, þá byrjar röð óhappa suður af Rio Grande.

Áætlað er að frumsýna myndina síðla árs 2014.