Heit ósk að hafa hann á lífi

Stundum gerir maður hluti í hita leiksins sem maður sér eftir. Stundum segir maður eitthvað sem maður meinar ekki eða þá að maður drepur óvart hrollvekjuþorpara eftir aðeins þrjár myndir í seríu sem síðar verður goðsagnakenndur. Þetta eru svona ákvarðanir sem framleiðendur hryllingsbálksins Saw hafa þurft að naga sig í handarbökin útaf, að því er leikstjóri nýju myndarinnar Saw X segir í samtali við The Hollywood Reporter.

Saw X var frumsýnd á Íslandi nú um helgina.

Leikstjórinn, Kevin Greutert útskýrir í samtalinu að það hefði orðið mun auðveldara að gera framhaldsmyndirnar allar ef Jigsaw væri ekki dauður. „En á sama tíma má segja að fyrstu þrjár myndirnar [þar sem Jigsaw var lifandi] séu almennt álitnar bestu myndirnar í seríunni. En það er klárlega heit ósk að hafa hann á lífi.“

Saw X (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 81%

John Kramer er á leið til Mexíkó þar sem hann vonast eftir að fá að taka þátt í nýrri en áhættusamri krabbameinsmeðferð sem lofar góðu. Þegar þangað er komið áttar hann sig á að hann hefur verið plataður og er fórnarlamb netsvika. Nú hefur hann fundið nýjan tilgang. ...


Heilakrabbamein á lokastigi var stór hvati fyrir illvirkjum Jigsaws, sem leikinn er af Tobin Bell, og ef hann hefði ekki dáið, eða fundist hefði lækning við meininu, hefðu það verið ákveðin svik við aðdáendur myndaflokksins. „Það að láta Jigsaw deyja, og halda sig við það, var mjög mikilvægt til að sagan yrði frábær.“

Fyrrum verkfræðingur

Eins og segir á Wikipedia er John fyrrum verkfræðingur sem eins og kom fram hér á undan er með banvænt krabbamein. Eftir sjálfsvígstilraun finnur hann nýjan tilgang í lífinu og verður heltekinn af því að neyða fólk inn í lífshættulegar aðstæður sem hann kallar leiki eða próf. Fórnarlömbin eru pínd til að valda sjálfum sér eða öðrum sársauka til að sleppa úr lokuðum herbergjum eða húsum. Leikirnir eru vanalega táknrænir um hvað Jigsaw finnst vera galli í persónugerð fólks eða lífi. Hann sker púsluspilsbút úr líkum fólks sem ekki nær að leysa gáturnar, og þaðan er komið nafnið Jigsaw eða Púsluspil.

Í Saw 2 segir illvirkinn að púslið eigi að tákna að manneskjuna skorti mikilvægt mannlegt púsl: sjálfsbjargarviðleitnina.

Saw II (2005)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 38%
The Movie db einkunn7/10

Þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Eric Matthews kemur á vettvang glæps með fórnarlambi Jigsaw, þá finnur hann vísbendingu um staðinn þar sem hann er geymdur. Þegar hann kemur þangað, þá áttar hann sig á því að Jigsaw heldur syni hans, Daniel Matthews, þremur konum og fjórum ...