Hemsworth kveður Men in Black tökustaðinn

Ástralski kvikmyndaleikarinn og kyntröllið Chris Hemsworth staðfesti á Twitter, að tökum sé lokið á nýju Men in Black kvikmyndinni, en með færslunni á samskiptasíðunni birti hann samansafn af ljósmyndum úr verkefninu.

Í myndinni leikur Hemsworth á ný með meðleikkonu sinni úr Thor: Ragnarok, Westworld leikkonunni Tessa Thompson. Men in Black myndin er hliðarmynd frá upphaflegu Men in Black myndunum, og fjallar um tvo leyniþjónustumenn sem vinna í Lundúnum í Englandi, og fá það verkefni að vernda Jörðina fyrir óvinveittum geimverum.

Í Twitter færslunni í gær segir Hemsworth: „Þá er þessu #MIB lokið hjá mér!,“  „Frá London til Marokkó til Ítaliu og New York. Ég þakka öllu frábæra tökuliðinu og leikhópnum sem tóku þátt í þessu frábæra verkefni, og leikstjóranum F. Gary Gray, takk fyrir skemmtilegan tíma, hlátrasköll og góðar minningar.“

„Ég get ekki beðið eftir að sjá útkomuna“

Hemsworth hafði áður birt myndir af sér og Thompson á tökustaðnum, þar sem þau eru bæði í búningum sínum. Dökku sólgleraugun – sem vernda þau auðvitað fyrir hinum vel þekktu minnis-eyðandi blossum, sem þessir geimverubanar nota til að þurrka út allar minningar almennings um geimverur sem hann kemst í kynni við, eru örugglega ekki langt undan.

 

View this post on Instagram

 

#MIB #PIB #HIB #MWIB #legendsinblack #revengers4life @tessamaethompson

A post shared by Chris Hemsworth (@chrishemsworth) on

Men in Black hliðarmyndin er væntanleg í bíó hér á Íslandi 14. júní á næsta ári.