Iron Fist

Leikarinn Ray Park sem margir þekkja betur sem Darth Maul í nýjasta stjörnustríðsævintýri George Lucas, hefur nú skrifað undir samning þess efnis að leika aðalhlutverkið í nýrri mynd eftir leikstjórann Kirk Wong ( The Big Hit ). Nefnist myndin Iron Fist og í henni mun Park leika Danny Rand, ungan mann sem ferðast til Austurlanda fjær til þess að læra að stjórna Chi lífsorku sinni til þess að geta hefnt fyrir morð foreldra sinna. Myndin verður byggð á samnefndri myndasögu Marvel fyrirtækisins og skrifaði John Turman ( Buck Rogers ) handritið. Myndin mun fara í framleiðslu seint árið 2001 eða snemma ársins 2002.