Kalli Bjarna fær hjálp frá Snata

Ný stikla úr Smáfólki, eða Peanuts, er komin út, en í henni þarf Kalli Bjarna, eða Charlie Brown, hjálp til ná athygli nýju sætu stelpunnar í bekknum.

xkalli

Hinn ævarandi lítilmagni sem Kalli ávallt er í þessum frábæru teiknimyndum, fær hjálp frá hundinum sínum Snata, eða Snoopy, sem hjálpar Kalla að vera bara hann sjálfur, enda dugi það best til að ná árangri á þessu sviði.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin er byggð á sígildum teiknimyndasögum Charles M. Schulz, og er gerð af þeim sömu og gerðu m.a. Ísaldarteiknimyndirnar.

Myndin verður frumsýnd 6. nóvember í Bandaríkjunum, en hér á landi á Jóladag, 26. desember.