Smáfólk í bíó – Fyrsta stikla!

FOX Family Entertainment frumsýndi í gær fyrstu stikluna fyrir The Peanuts Movie, eða Smáfólk, eins og teiknimyndasagan heitir í íslenskri þýðingu.

peanuts

Stiklan er fyrsta sýnishorn úr þessari fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem gerð er eftir sögunni, en við sögu koma kunnir kappar eins og Charlie Brown ( Kalli Bjarna ) Snoopy ( Snati ) og fleiri persónur sem flestir þekkja úr þessari sígildu teiknimyndasögu. Myndin er í þrívídd.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Í myndinni fer Snati í sína ævintýralegustu ferð til þessa og á í höggi við erkióvini sína, en besti vinur hans Kalli Bjarna, heldur af stað í sögulega ferð heim á leið.

Myndin er væntanleg í bíó í Bandaríkjunum 6. nóvember 2015.