Charlie and the Chocolate Factory, sem er væntanleg kvikmynd Warner Bros. kvikmyndaversins hefur skipt um leikstjóra. Upphaflega átti leikstjórinn Gary Ross ( Pleasantville ) að leikstýra myndinni, en hann er nú hættur við. Í staðinn fann Warner Bros. Rob Minkoff ( The Lion King , Stuart Little ) til þess að taka að sér verkefnið. Myndin á að vera endurgerð á Billy Wilder kvikmyndinni Willy Wonka and the Chocolate Factory frá 1971, en á þó að fylgja nánar bókinni eftir Roald Dahl eftir. Þrátt fyrir að skipt hafi verið um leikstjóra, mun samt handritið sem handritshöfudurinn Scott Frank skrifaði vera notað. Ráðningar á leikurum hefjast um leið og samningurinn við Minkoff hefur verið undirritaður.

