Keppinautar í Formúlu 1 – Fyrsta stiklan úr Rush

Ný stikla er komin fyrir sannsögulega kappakstursmynd leikstjórans Ron Howard, Rush, með ástralska leikaranum Chris Hemsworth í aðalhlutverkinu. Myndin fjallar um keppinautana í Formúlu 1, þá James Hunt og Niki Lauda sem Daniel Brühl leikur.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Miðað við það sem sést í stiklunni þá er hér á ferð dramatísk og spennandi kappakstursmynd. Með önnur helstu hlutverk fara Olivia Wilde og Christian McKay.

Leikstjóri er eins og fyrr sagði Ron Howard sem hefur unnið Óskarsverðlaun tvisvar, fyrir myndirnar A Beautiful Mind og Frost/Nixon.

Rush verður frumsýnd í Bandaríkjunum 20. september nk.