Óþekkjanlegur Hemsworth á Instagram

Thor-leikarinn Chris Hemsworth hefur lokið tökum á In the Heart of the Sea. Hann hefur sett mynd af sér á Instagram sem sýnir hversu mikið hann þurfti að grenna sig vegna hlutverksins.

chris

Eins og sjá má er kappinn nánast óþekkjanlegur á myndinni. „Var að prófa nýja megrun- eða æfingaáætlun sem heitir Lost At Sea. Ég mæli ekki með henni,“ skrifaði hann á Instagram.

Ron Howard leikstýrir In the Heart of the Sea sem gerist árið 1820 og fjallar um hvalinn sem veitti Herman Melville innblástur til að skrifa skáldsöguna frægu, Moby Dickhemsworth

Í myndinni leikur Hemsworth mann að nafni Owen Chase sem reynir að halda lífi ásamt skipsfélögum sínum eftir að risastór hvalur heldur hvalveiðiskipi þeirra í gíslingu.

Áður en tökurnar hófust hafði hinn ástralski Hemsworth þegar misst einhver kíló fyrir hlutverk sitt sem Nick Hathaway í Black Hat, nýjustu mynd Michael Mann.