Gæti leikstýrt Thor: Ragnarök

Taika Waititi er í viðræðum um að leikstýra Thor: Ragnarök, sem er þriðja myndin um þrumuguðinn Þór. Thor

Waititi var annar handritshöfunda og leikstjóra vampírugrínmyndarinnar What We Do In The Shadows, sem fékk góða dóma þegar hún kom út í fyrra.

Á ferilsskrá Waititi eru einnig þættirnir Flight of the Conchords og The Inbetweeners.

Thor: Ragnarok er væntanleg í bíó 2017 og verður Chris Hemsworth áfram í aðalhlutverkinu.