Hemsworth-bræður í endurgerð The Raid?

Orðrómur er uppi um að bræðurnir Chris og Liam Hemsworth muni fara með aðalhlutverkin í væntanlegri Hollywood-endurgerð hinnar rómuðu indónesísku slagsmálamyndar, The Raid: Redemption.

Chris-Hemsworth-in-The-Avengers-2012-Movie-Image-620x412Patrick Hughes, leikstjóri The Expendables 3, er sagður nálægt því að skrifa undir samning um að leikstýra myndinni, samkvæmt The Wrap.

Hemsworth-bræðurnir, sem eru þekktastir úr myndunum Thor og The Hunger Games, munu einnig vera á óskalista framleiðendanna um að leika aðalhlutverkin.

Handritshöfundur verður Brad Inglesby, sem skrifaði handritið að Out of the Furnace. Sagan verður svipuð þeirri sem sögð var í upphaflegu myndinni. Sérsveitarmenn þurfa að berjast fyrir lífi sínu eftir að þeir festast inni í íbúðablokk sem eiturlyfjabarón stjórnar með harðri hendi.

Gareth Evans, sem leikstýrði indónesísku myndinni og einnig framhaldsmynd hennar The Raid: Berendal, verður einn af framleiðendum endurgerðarinnar.

The Raid 2: Berendal er væntanleg í bíó í vor.