Hemsworth vill leika í Star Wars

Chris Hemsworth langar að leika í nýju Star Wars-myndunum sem eru væntanlegar á næstu árum.

Hann ólst upp við að horfa á gömlu myndirnar og væri meira en til í að taka þátt í gerð Episode VII, VIII og IX.

„Ég elska þessar myndir. Þær áttu stóran þátt í að auka áhuga minn á kvikmyndum þegar ég var yngri. Ég væri meira en lítið til í að leika í einhverri svona mynd,“ sagði Hemsworth við MTV.

Hinn 29 ára Thor- leikari, segist einnig svekktur yfir því að hafa ekkert fengið að leika í The Lord of the Rings-myndunum og Hobbitanum. „Ég dýrkaði The Lord of the Rings. Ég hefði verið til í að taka þátt í þeirri veröld.“