Kevin Spacey leikur kött

spaceyBandaríski leikarinn Kevin Spacey mun fara með aðalhlutverkið í nýrri gamanmynd sem ber heitið Nine Lives, eða Níu líf.

Myndin verður leikstýrð af Men in Black-leikstjóranum Barry Sonnenfeld og framleidd af EuropaCorp.

Engar frekar upplýsingar hafa verið gefnar út varðandi söguþráð myndarinnar nema að hún fjalli um mann sem festist í líkama kattar.

Spacey er um þessar mundir að leika fyrrverandi Bandaríkjaforsetann Richard Nixon í mynd um samband hans við konung rokksins, Elvis Presley. Myndin heitir einfaldlega Elvis & Nixon.