Köngulóarmaður og kunnuglegir óvinir

Ein ný kvikmynd kemur í bíóhús hér á landi á föstudaginn næsta. Þar er á ferð ofuhetjumynd sem margir hafa beðið spenntir eftir, splunku ný mynd um Köngulóarmanninn og ævintýri hans.

Myndin heitir Spider-Man: No Way Home og segir frá hetjunni okkar grímuklæddu Peter Parker, en nú í fyrsta skipti í sögu Spider-Man þá er þessi vinalega ofurhetja ógrímuklædd og á erfitt með að skilja á milli daglegs lífs síns og ofurhetjulífsins. Þegar hann leitar liðsinnis annarrar ofurhetju, Dr. Strange, þá eykst hættan, og hann þarf að átta sig á hvað það þýðir í raun og veru að vera Köngulóarmaðurinn.

Klær á bakinu.

Galdur opnar heim

Það hefur vakið athygli að í myndinni mæta til leiks gamlir óvinir Spider-Man úr Spider-Man myndum þeirra Sam Raimi og Marc Webb, þorparar eins og Doc Ock í túlkun Alfred Molina, Green Goblin, leikinn af Willem Dafoe, Electro í túlkun Jamie Foxx ásamt Lizard, sem Rhys Ifans leikur og Sandman sem Thomas Haden Church túlkar.

Samkvæmt vefsíðunni ScreenRant þá er ástæðan sú að Doctor Strange’s (Benedict Cumberbatch) gerir galdur sem opnar óvart gátt inn í marga heima.

Alfred Molina í ham sem Doc Ock.

Um þetta segir Kevin Feige forstjóri Marvel við ScreenRant: „Ég held að ef við höfum lært sitthvað í gegnum árin, og sérstaklega hvað varðar samninginn milli Disney og Sony við að framleiða þessar ofurhetjumyndir saman, að það er í raun ekkert ómögulegt ef nógu margt fólk trúir á það og hefur ástríðu fyrir því. Það að ljóstra upp um hver Peter Parker er í raun og veru í lok Far From Home, leiddi okkur umsvifalaust að hlutum sem við höfum aldrei séð áður í Spider-Man kvikmynd. Það er það skemmtilega við að gera kvikmyndir, að gera eitthvað sem fólk hefur ekki séð áður, og í Marvel heiminum, þá eru fullt af hlutum sem geta átt sér stað. Dr. Strange er góður farvegur til að láta það gerast.“

Algjört leyndarmál

Í samtali við kvikmyndaritið Variety segir Alfred Molina um það að hafa verið beðinn um að mæta aftur í gervi Otto Octavius, eða Doc Ock, í Spider-Man: No Way Home, að honum hafi verið sagt að halda því leyndu.

Þegar við vorum að taka upp atriðin þá mátti enginn tala um það sem verið var að gera, þetta átti að vera algjört leyndarmál. […] En svo er þetta um allt internetið. Ég hef lýst mér sem verst geymda leyndarmálinu í Hollywood!“ segir Molina og hlær.

Hann segir í sama samtali að það hafi verið gaman að mæta aftur til leiks sautján árum síðar í sama hlutverkinu, og grínast síðan með að hann hafi fitnað og breyst aðeins í tímans rás.

Enginn deyr

Þegar leikarinn spurði leikstjórann Jon Watts hvernig Doc Ock gæti komið aftur, þar sem hann hefði nú einu sinni dáið í hinni myndinni, sagði leikstjórinn einfaldlega. „Í þessum heimi þá deyr í raun og veru enginn.“

Strange gerir töfrabrögð.