Kynlífsfræðingur í spennutrylli

lizzy caplanAðalleikkonan í sjónvarpsþáttunum Kynlífsfræðingunum, Masters of Sex, sem sýndir eru á RÚV, Lizzy Caplan, hefur verið ráðin í hlutverk í nýjan rómantískan spennutrylli leikstjórans Robert Zemeckis, en Brad Pitt og Marion Cotillard eru í stærstu hlutverkunum.

Pitt og Cotillard munu leika leigumorðingja sem verða ástfangnir þegar þau eru með það verkefni að drepa þýskan foringja í seinni heimsstyrjöldinni. Þau gifta sig, en sambandið reynist ekki verða langlíft af því að Pitt kemst að hræðilegu leyndarmáli um konu sína.

Auk þess að leika í Kynlífsfræðingunum hefur Caplan leikið í kvikmyndunum The Night Before, The Interview og 127 Hours.  Næstu myndir hennar eru Now You See Me 2 og  Five Seconds of Silence.