Pitt og seinni heimsstyrjöldin saman á ný

pitt furyTökur eru hafnar í London á enn einni seinni heimsstyrjaldar-mynd Brad Pitt, Allied, sem leikstýrt er af Robert Zemeckis. Aðalkvenhlutverkið er í höndum Marion Cotillard.

Frumsýningardagur hefur verið ákveðinn 23. nóvember á þessu ári.

Seinni heimsstyrjöldin hefur verið Pitt hugleikin upp á síðkastið. Skemmst er að minnast skriðdrekamyndarinnar Fury eftir David Ayer, og þar á undan var það Tarantino myndin Inglorious Basterds, hvorutveggja mjög góðar myndir, hvor á sinn hátt.

cotillardÍ Allied leikur Pitt herforingjann Max Vatan. Í Norður-Afríku árið 1942 hittir hann andspyrnuhermann, sem Cotillard leikur,  sem er í stórhættulegri sendiför á bakvið óvinalínuna. Þau hittast síðar í London, þegar sprengjuárás er gerð á borgina.

Þegar búið verður að taka upp í London munu tökulið og leikarar halda til Kanaríeyja.

Með önnur helstu hlutverk fara Jared Harris, Lizzy Caplan og Matthew Goode.