Laddi er draugur – Ný stikla

Komin er út stikla fyrir nýjustu mynd Ágústs Guðmundssonar, Ófeigur gengur aftur, þar sem Þórhallur Sigurðsson, Laddi, leikur drauginn Ófeig.

Sjáðu stikluna hér að neðan:

Myndin fjallar um það þegar nýlátinn faðir Önnu Sólar, Ófeigur, gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns.

Unga parið ætlar að selja hús hins látna en Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók.

Ilmur Kristjánsdóttir og Gísli Örn Garðarsson leika parið unga, en einnig leika í myndinni m.a.  þau Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Halldóra Geirharðsdóttir.

Lestu viðtal kvikmyndir.is við Ágúst eftir að tökum myndarinnar lauk í haust.

Áætlað er að frumsýna myndina um næstu páska.

Sjáðu ljósmyndir úr myndinni og myndir frá tökum myndarinnar hér að neðan. Ljósmyndirnar eru fengnar af Facebook síðu Ófeigs sem gengur aftur.