Leikur Amy Winehouse í nýrri mynd

Noomi Rapace er í viðræðum um að leika aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd um ævi söngkonunnar Amy Winehouse.

IMG_9566.CR2

Leikstjóri og handritshöfundur verður Kirsten Sheridan. Hún hlaut Óskarstilnefningu ásamt systur sinni Naomi og föður, Jim Sheridan, fyrir In America sem kom út 2002.

Winehouse lést úr áfengiseitrun árið 2011, fimm árum eftir að hún sló í gegn með plötunni Back to Black. Ekki er langt síðan heimildarmyndin Amy, sem fjallaði um ævi hennar, kom út.

amyamy

 

„Áhorfendur tengja svo vel við tónlist Amy vegna þess að hún var mjög persónuleg. Það hve hún var berskjölduð var hennar styrkur. Hún var kölluð ýmislegt – díva, týnd sál sem slúðurpressan lagði í einelti og kvalinn snillingur. Okkar markmiði er að gera nýstárlega, tilfinningaríka mynd þar sem við köfum ofan í líf hennar og list,“ sagði Kirsten við Variety.

Rapace er þekktust fyrir hlutverk sín í Prometheus og sænsku útgáfunum af Millenium-þríleiknum.