Little Miss Sunshine fær verðlaun

Kvikmyndin sem hefur farið hamförum hér á klakanum, Little Miss Sunshine var valin besta myndin á Producers Guild of America hátíðinni sem haldin var um síðustu helgi. Þessi verðlaunahátíð er talin gefa góða mynd af því sem á eftir að fara fram á óskarsverðlaunahátíðinni. Myndirnar sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndar voru meðal annars Babel, The Departed, Dreamgirls og The Queen.

Þess má til gamans geta að 11 af þeim 17 sem hafa unnið Producers Guild of America verðlaunin hafa fengið verðlaun sem besta mynd á óskarnum. Þrátt fyrir að Little Miss Sunshine hafi fengið PGA verðlaunin þá eru The Departed talin mun sigurstranglegri til óskarsins í könnunum. Óskarsverðlaunin munu verða afhend í 79 skipti nú á næstu misserum.