Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Babel 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. janúar 2007

If You Want to be Understood...Listen

143 MÍNÝmis
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 69
/100
Fékk 7 Óskarstilnefningar, m.a. sem besta mynd. Fékk Óskarinn fyrir bestu tónlist.

Í myndinni eru fjórar sögur fléttaðar saman, sem ná yfir fjögur lönd og þrjár heimsálfur og eiga að sýna hve mennirnir eru líkir, hvar í heiminum sem er. Í Marokkó er par sem á í vandræðum í sambandinu, í fríi til að vinna í sínum málum. Bændasynir í Morokkó fá riffil að gjöf frá föður sínum, til að halda sjakölum frá hjörðinni. Stúlka... Lesa meira

Í myndinni eru fjórar sögur fléttaðar saman, sem ná yfir fjögur lönd og þrjár heimsálfur og eiga að sýna hve mennirnir eru líkir, hvar í heiminum sem er. Í Marokkó er par sem á í vandræðum í sambandinu, í fríi til að vinna í sínum málum. Bændasynir í Morokkó fá riffil að gjöf frá föður sínum, til að halda sjakölum frá hjörðinni. Stúlka í Japan glímir við höfnun, dauða móður sinnar, tilfinningalega fjarlægð föður síns, eigin sjálfsmynd ofl. Mexíkósk barnfóstra parsins sem er í Marokkó, fer með tvö börn þeirra í brúðkaup sonar síns í Mexíkó, en lendir í vandræðum á leiðinni heim. ... minna

Aðalleikarar


Babel er þriðja og seinasta myndin í þríleik Alejandro Gonzáles Inárritu en hinar voru Amorros Perros og 21 grams.

Líkt og hinar segir hún frá mismunandi sögum sem tengjast á einn hátt. Að þessu sinni gerist hún í 3 löndum Marokkó, Japan og Mexico en segir frá 4 sögum sem allar tengjast gegnum einn atburð.

Marokko sögurnar segir frá tveimur ungum bræðrum Yussef(Boubker Ait El Caid) og Ahmed(Said Tarchani)sem fá leyfi föður síns að fara útí eyðimörkina og skjóta villi dýr með glænýrri byssu föður síns en í staðin skjóta rútu fulla með túristum en skotið lendir í Susan(Cate Blanchett) sem er í ferðalagi ásamt manninum sínum Richard(Brad Pitt). Á meðan Richard er að berjast við að halda lífi í Susan sem fær mun minni hjálp en hún ætti að fá þá þurfa bræðurnir að taka við afleyðingum gjörða sinna...

Mexico sagan segir frá Mexikanskri barnfóstru Richards og Susan, Amelia(Adriana Barraza) í San Diego og er búinn að vera það síðan að börnin Debbie(Elle Fanning sytir Dakotu) og Mike (Nathan Gamle) voru ný fædd, sem ætlar að mæta í brúðkaup sonar síns í Mexico ásamt frænda sínum(Gael García Bernal) en þar sem að enginn getur séð um þau þá neyðist hún að taka þau með sér en það sem átti að vera með skemmtileg ferð endar með hörmungum......

Japanska sagan segir frá mál- og heyrnarlausri Japanskri unglingsstelpu Chieko(Rinko Kikuchi) sem hefur átt mjög erfitt eftir dauða móður sinnar....



Umsögn: Babel hefur fengið frábæra dóma gagnrýnanda ásamt mörgum tilnefningum og verðlaunum, hugmyndin að tengja saman mismunandi sögur er löngu hægt að vera frumlegt (Robert Altman myndirnar, Crash, Magnolia, og auðvitað hinar myndir Inárritu ásamt mörgum öðrum) en hinsvegar klikkar það mjög sjaldan, Babel er engin undantekning þótt að hún sé kannski of hæpuð þrátt fyrir að vera góð.

Handrit Guillermo Del Toro og leikstjórn Inárritu voru bæði góð þótt að myndin sé ekkert meistaraverk(en samt góð) því það vantar eitthvað. Mér fannst hún ekki nógu sterk og sorgleg þá að hún sé sannarlega bæði en ef hún hefði verið að eins meira af því hefði hún getað orðið jafnvel etri. Mér fannst Mexíkanski hlutinn vera bestur, sorglegastur og sterkastur ásamt því að Japanski hlutinn var líka í svolitlu uppáhaldi þótt að hann passaði ekki alveg við þá hefði myndin verið frekar dauf án hans.

Myndatakan er fín en ekki sérstök(nema í Japanska hlutanum þar passaði hún við og var flott). Tónlistin var falleg á sumum stöðum en pirrandi á öðrum(þá er helst að nefna raf tónlist í Japanska hlutanum).

Í aðalhlutverkum eru Brad Pitt(sem var allt í lagi en ekki mjög góður), Rinko Kikuchi(sem var mjög góð), Adriana Barraza(sem var góð), Boubker Ait El Caid og Said Tarchani(sem voru báðir góðir sem bræður) ásamt Cate Blanchett(var fín en ég er búinn að fá svolítið nóg af henni), Gael García Bernal(sem var einnig góður sem hálf ógeðfelldur frændi persónu Barraza), Elle Fanning, Nathan Gamble (voru fín sem systkini sérstaklega Fannig sem er þolanlegri en systir sín) og Koji Yakusho(sem var góður) í jafn mikilvægum aukahlutverkum.

Útkoma: Babel er góð mynd en kannski aðeins of hæpuð. Hún hefði mátt vera sorglegri og sterkri. Hún er góð þegar maður er að horfa á hana en skilur kannski ekki alveg nóg eftir sig. Það er hægt að mæla með Babel, en ekki búast við rosalega góðri mynd en samt nógu góðri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef bara eitt orð að segja um þessa mynd: Vá. Ég held bara að mér hafi aldrei leiðst jafn mikið í bíó. Þessi mynd fjallar um ekki neitt og það gerist ekki neitt í 2 og hálfan tíma!!!! En jú ef þið viljið fara í bíó og hafið gaman að heimildarmyndum þá fáið þið þarna pakkatilboð. Því mér fannst ég vera horfa á fjórar ólíkar heimildarmyndir, án heimildanna og fróðleiksins sem þær bjóða upp á. Þegar orðinu langdregið er flett upp í orðabók ætti þessi mynd að vera sem útskýring. Öllum söguþræðinum mætti koma til skila í stuttmynd en í staðinn er þetta dregið eins lengi og hægt er, meira að segja endirinn er langdreginn. Þetta eru 2 og hálfur tími sem ég mun aldrei sjá aftur. Gef henni hálfa stjörnu, af því að ég kann ekki við að gefa henni ekki neina stjörnu, þó að ég sjái ekki í augnablikinu neinn ljósan punkt í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég veit ekki alveg hvað ég bjóst við af Babel, hafði ekki mikið kinnt mér málið áður en ég fór á myndina, fannst hún bara koma allt í einu án þess að ég tók eftir því.

Hún fór allavega algjörlega framm hjá mér, kannski út af því að sjónvarpið mitt varð ónýtt núna um daginn og ég hef því lítið getað horft á sjónvarp.

Ég settist í bíósalinn með alls engar væntingar, hélt að þetta væri svona ekta Holliwod mynd. Myndin byrjaði og kom ég mjög fljótt að því að svo var alls ekki, hún er algjörlega langt frá því.

Myndin er eiginlega 3 sögur sem eiga þær allar sameiginlegt að þær tengjast á einn eða annan hátt. Þó svo að það er nú ekki svo mikið.

Myndin fannst mér mjög góð, er svolítið í stíl við 21 grams og Amores perros sem eru myndir eftir sama leikstjóra Alejandro González Iñárritu.

Myndin er frekar rólegt, og þó svo að það gerist ekkert ótrúlega mikið í myndinni þá heldur hún manni algjörlega föstum við skjáinn, því það er mjög áhugavert sem er að gerast fyrir framann þig. Myndin er svolítið löng, og það eru kannski nokkur atriði sem má alveg sleppa.

Allavega myndin er samt frábær og mæli ég eindregið með henni. Kom alls ekki á óvart að hún var tilnefnd, kemur mér ekki heldur á óvart ef hún verður kosinn besta myndin þó svo að ég held með annari mynd.

En myndin var mjög góð og mæli ég eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Babel er ein önnur ádeila á mannleg samskipti, í þetta skipti er það sýnt frá sjónarhornum kringum alla Jörðina sem að einhverju leiti tengjast saman, mikið eða lítið. Brad Pitt og Cate Blanchett eru bandarísk hjón sem eru á ferðalagi í Miðausturlöndunum þegar byssukúla skýst í hálsinn hennar í rútuferð gegnum eyðimörkina. Kringum þetta atvik er sýnt frá afleiðingunum ekki aðeins tengd hjónunum heldur einnig gegnum byssumanninn og hans líf. Hliðarsögurnar eru tvær, ein þeirra fjallar um börn hjónanna og konuna sem passar upp á þau og annað er um heyrnalausa japanska stelpu sem á mikið bágt með félagstengdar aðstæður og pabba hennar sem átti riffilinn notaðan til þess að skjóta bandarísku konuna. Ætlun myndarinnar með þessum sögun er að fá áhorfandann til þess að púsla spurningunum saman og skapa sitt eigið svar, þ.e.a.s að hver og einn verður að ákveða hver ´boðskapurinn´ sé. Persónulega fannst mér þungamiðja myndarinnar vera misskilningur, eitthvað sem myndin höndlaði mjög vel að sýna hve heimskulegur og tilgangslaus misskilningur sé og hve hræðilegar afleiðingarnar geta verið. Það sem eftir verður af myndinni eru einungis þessar helstu stundir þar sem persónurnar gleyma vandamálunum sínum og sætta sig við hvort annað, eða það voru helstu breytingarnar sem áttu sér stað. Þrátt fyrir sína góðu kosti þá finnst mér að ég hafi séð þessa mynd áður, Babel á mjög margt sameiginlegt með Crash frá 2005 og ég vona að svona myndir verða ekki að tískufyrirbærum til þess að vinna óskarsverðalunin þar sem mér sýnist að Babel sé sterkur möguleiki fyrir næstu óskarsverðlaunin. Babel er vel leikin, vel skrifuð, vel gerð og hún er góð, en hún er ekkert nýtt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn