Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

21 Grams 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. janúar 2004

They say we all lose 21 grams at the exact moment of our death... everyone. The weight of a stack of nickels. The weight of a chocolate bar. The weight of a hummingbird...

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Myndin segir sögu þriggja vel meinandi, en samt gallaðra einstaklinga. Paul Rivers er stærðfræðingur sem býr í ástlausu hjónabandi með enskri konu sinni; Christine Peck, efri stéttar húsmóður í úthverfi, hamingjusamlega giftri og á tvær ungar dætur en með leyndarmál úr fortíðinni; og Jack Jordan, fyrrum fanga sem er frelsaður og hefur fundið þannig leið... Lesa meira

Myndin segir sögu þriggja vel meinandi, en samt gallaðra einstaklinga. Paul Rivers er stærðfræðingur sem býr í ástlausu hjónabandi með enskri konu sinni; Christine Peck, efri stéttar húsmóður í úthverfi, hamingjusamlega giftri og á tvær ungar dætur en með leyndarmál úr fortíðinni; og Jack Jordan, fyrrum fanga sem er frelsaður og hefur fundið þannig leið til að lifa heiðvirðu lífi og stofna fjölskyldu. Það sem sameinar þetta fólk er hræðilegt slys sem mun breyta lífi þeirra allra. Ekkert þeirra verður samt á eftir og þau læra erfiða lexíu um ást, trú, hugrekki, þrá og sekt, og það hvernig tilviljun getur breytt heimi okkar og lífi til framtíðar.... minna

Aðalleikarar

Nokkur góð.
Fjandi sterk mynd sem er svoldið öðruvísi
en þessar sem maður er vanur að sjá. Sean Penn og Watts
eru frábær hérna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór til Amsterdam í seinasta mánuð og þar rakst ég á tilboð 3 á 25 evrur(sem erum 2500 kr) og hafði gert lista yfir myndir sem ég ætlaði að kaupa og fann tvær en fann ekki 3 myndina en sá þá 21 grams, mynd sem mig hef langað að leiga lengi og tók hana. Alejandro González Iñárritu(Amores perros, þarf að fara að sjá hana) leikstýrir, stórleikararnir Sean Penn,Naomi Watts og Bencio Del Toro leika aðalhlutverkin í þessari Drama mynd. Ég vissi fátt um hana, hélt að þetta væri fíkniefnamynd en það var hún ekki þótt að fíkniefni séu notuð í myndinni. Líkt og Pulp fiction og Sin city og fleira góðar myndir þá hefur 21 grams 3 sögur sem tengjast.

Fyrsta sagn: Paul Rivers(Penn) er hjarta veikur stærfræðingur og er að býða eftir nýju hjarta og er alveg að deyja. Konan hans Mary(Charlotte Gainsbourg) vill ekkert meira en barn en þar sem Paul er að deyja þá er það ómögulegt nema kannski með tæknifrjóvgun. Önnur sagan: Jack Jordan(Del Toro) er fyrrverandi fangi (hefur verið rosalega oft inni) en frelsaðast og er orðinn algjör ofsatrúar manneskja en á tvo börn og er hamingjusamlega giftur Marianne(Melissa Leo). Þriðja sagan segir frá hamingjusömu húsmóðurinni Christinu Peck(Watts). En það vill svo hræðilega til að einn dag keyrir Jack á mann Christinu og tvær dætur og þau deyja öll. Christina verður ekkja og verður rosalega þunglynd og reið. Jack er drepast úr samviskubiti,sjokki og ætlar að gefa sig fram. Og Paul fær hjarta eiginmanns Christinu og lifir af.

Handritið er gott en það er eitt sem bæði er hægt að líta á sem kost eða galla en það er að myndin byrjar ekki á byrjuninni er aldrei á sama stað og allt er stórlega ruglingslegt í og það er sýnt hvernig myndin endar í byrjun. En það er það eina. Leikstjórnin var mjög góð og myndin sorgleg og hálf þunglyndisleg en ekki neitt, nákvæmlega ekki neitt miðað við Requiem for a dream. Penn var góður en Del Toro og Watts tóku alla athyglina frá honum og sýndu bæði alveg frábærann leik. Myndatakan er líka góð og andrúmsloftið sem Iñárritu skapar.

21 grams er afar vel leikið og sorglegt drama sem ég get mælt með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vá ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir að hafa horft á 21 grams því hún er svo gríðarlega raunsæ og átakamikil en í stuttu máli þá fjallar myndin um hvernig hræðilegt bílslys leiðir saman ólíkar persónur Penn og Watts sem sýna þarna geysigóðan leik og litlu síðri er Del Toro sem verður valdur að slysinu.

Gæðamynd sem ég mæli hiklaust með en sýnið þolinmæði ef ykkur finnst byrjunin ruglinsleg því það tekur smá tíma að átta sig á persónunum og því að myndin gerist ekki endilega í þeirri röð sem sagan gerist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

21 Grams er ein af þeim kvikmyndum sem skilur áhorfandann eftir agndofa. Myndin slær frá sér og það fast að áhorfandinn getur varla hreyft sig þegar hún er búinn. 21 Grams er virkilega átakaleg og stórkostleg kvikmynd, kvikmyndaafrak sem seint verður leikið eftir. Í myndinni fylgjumst við með þremr ólíkum persónum sem tengjast ekki neitt en skelfilegt slys verður þó til að tengja persónurnar saman. Við fylgjumst með afbrotamanninum Jack Jordan (Benicio Del Toro) sem er að reyna að koma lífi sínu á réttan kjöl á nýjan leik en það gengur ekki sem skildi. Við kynnumst Christinu Peck (Naomi Watts) sem er kona af efri stéttum en er að sökkva í eirurlyfjafenið og einnig kynnums við hinum dauðvona háskólaprófessor Paul Rivers (Sean Penn). Örlögin leiða þessar persónur saman og framundan er óumflýjanlegt uppgjör. Myndin er afrek út af fyrir sig og í raun listaverk. Það er flakkað fram og til bara í sögunni en samt verður sagan aldrei ruglingsleg. Leikararnir eru stórkostlegir. Myndin er hrá og klippingar eru hraðar. 21 Grams er mynd sem situr lengi í manni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég og félagar mínir fórum á þessa mynd í bíói. Okkur hlakkaði mikið til að sjá þessa mynd því að Sean Penn er mjög góður leikari, en eftir þessa mynd breyttist allt viðhorf að þessari mynd. Þessi bíóferð endaði á því að ég og vinir mínir gengum út úr bíóinu þegar hálftími var eftir. Hún var það légleg. Tónlistin í þessari mynd var skelfileg, það var eiginlega engin hugsunarháttur í myndinni,maður sat bara þarna og var að spá í af hverju hann var að deyja í einu atriði en svo í næsta var að hann að taka við nýju hjarta, maður fattaði þetta ekki alveg. Ég hef aldrei Del Toro svona slappan og núna, einhver ofsatrúar kall með mörg tattú.

Fyrir hönd félagana mína mæli ég alls ekki með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.05.2014

Hardy og DiCaprio í The Revenant?

Tom Hardy er sterklega orðaður við hlutverk í myndinni The Revenant. Leonardo DiCaprio, sem lék á móti Hardy í Inception, hefur þegar verið ráðinn til starfa. Leikstjóri er Alejandro Gonzalez Inarritu, þekktur fyrir Babel og 21 Grams.  ...

09.02.2012

Naomi Watts leikur Díönu prinsessu

Naomi Watts hefur landað hlutverki Díönu prinsessu heitinnar í kvikmyndinni Caught In Flight. Upprunalega var Jessica Chastain (The Tree of Life) orðuð við hlutverkið en núna hefur verið staðfest að Watts fær að spreyta sig....

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn