Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Little Miss Sunshine 2006

Frumsýnd: 5. janúar 2007

A family on the verge of a breakdown

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 80
/100

Fjölskylda leggur af stað í ferðalag til að koma yngsta barninu í fegurðarsamkeppni. Hópurinn samanstendur af keðjureykjandi móður, nær gjaldþrota fjölskylduföður, samkynhneigðum frænda sem er að jafna sig eftir sjálfsmorðstilraun, þunglyndum táningi og afa sem reynist vera heróínsjúklingur.

Aðalleikarar


Skemmtileg fjölskyldumynd. Svolítil dæmisaga um ameríska fjölskyldu og kröfuna um að standa sig, skila árangri - vera sigurvegari. Faðirinn predikar að menn séu annaðhvort sigurvegarar eða taparar. Hann reynir að selja bók sem hann hefur skrifað sem inniheldur hans persónulegu hugmynd um 9 skref til árangurs. Á meðan berst fjölskylda hans í bökkum fjárhagslega. Börnin hafa orðið fyrir áhrifum af hugmyndum föður síns. Á endanum eru allir drifnir af stað svo að litla stelpan geti tekið þátt í keppninni 'litle miss sunshine'. Hún ætlar sko að sýna þeim að hún er best. Með í för eru einnig bróðir mömmunnar sem er rétt sloppinn af sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að fyrirfara sér og afinn sem gefur frat í alla hluti eftir að hafa verið rekinn af elliheimilinu fyrir slæma hegðun; en hann er sérstakur vinur litlu stelpunnar. Afinn og stelpan hafa þjálfað saman prógrammið sem húna ætlar að nota í keppninni; og akkúrat hvað það er kemur skemmtilega á óvart. Myndin hefði svo getað endað með einhverri allherjar grátkórsklisju, en sem betur fer rís hún hærra en það og er endirinn á þann veg að allir geta farið heim í góðum fíling.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Litle miss sunshine er ein af þessum myndum sem þú bara líður vel á að horfa á. Ekkert kynlíf og ofbeldi sem er reyndar alveg fínt stundum, bara falleg skemmtileg fyndin mynd sem kemur flestum í gott skap.


Myndin er lauslega um fjölskildu sem ferðast alla leið til kaleforníu því að yngsta dóttirinn aðeins 6 ára gömul er að fara að taka þátt í litle miss sunshine sem er einmitt fegurðarsamkeppni fyrir stelpur á aldrinum 6 - 7 ára.

Og er ferðalagið frekar skrautlegt frá byrjun til enda.


Ég hef alltaf ferið rosalega hrifinn af þessum antí holliwod mynum sem stimpla sig alls ekki á þann markað. Heldur bara low buchet einfaldar myndir sem sýnir hið fallega og góða í lífinu, litle miss sunshine er í heildina litið mjög svo þannig mynd þegar upp er staðið.

Mér fynnsta alveg frábært verkefni sem græna ljósið er að gera, og vonandi að þeir hala áfram engungu að koma með svona alvöru skemmtilegar og bara rosalega góðar myndir í bíósalina, því það er alveg rosalega nauðsinnlegt.

Heildina litið frábær mynd sem ég mæli með að allir sjái.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Little miss sunshine hefst á því þegar móðirin Sheryl Hoover(Toni Collette, 6th sense, about a boy, in her shoes) sækir samkynhneigðan og þunglyndan bróðir sinn Frank(Steve “40 year old virgin”Carrell) frá sjúkrahúsinu. Frank reyndi að fremja sjálfsmorð og þarf að núna að búa hjá Hoover fjölskyldunni sem glýmir við sín eigin vandamál og drauma sem Frank kemst að þegar þau koma heim. Pabbinn(Greg Kinnear) er ÓÞOLANDI, sjálfumglaður,ömurlegur auli sem er að reyna að “meika það” með sýnar 9 lífsreglur sem flokkar fólk sem tvennt “Winners”(sigurvegarar) og “Losers”(taparar) en hann þráir ekkert meira en að selja hugmyndina og bíður æstur eftir símhringingu.7 ára dóttir þeirra Olive(Abigail Breslin, Signs) þráir líka ekkert meira en að komast í barnafegurðarsamkeppnina Little miss Sunshine sem er haldin nokkur 1000 km í burtu í Californiu. Hún er samt aðeins öðruvísi þar sem að hún er frekar þybbin og með risa “nörda” gleraugu en samt yndislegt barn.

15 ára gamli sonur Dwayne(Paul Dano) hefur ekki sagt eitt einasta orð í 9 mánuði og ætlar að þagna þangað til að hann nær draumnum sýnum að verða flugmaður, hann hefur svart litað svart hár, dýrkar Nietshe og eins og hann skrifaði niður þá hatar hann ALLA.

Pabbi pabbans,semsagt afinn(Alan Arkin) býr líka með þeim, hann er heróínisti sem var rekinn af elli heimilinu og er líka klámsjúkur. Hann æfir Olive fyrir keppnina en kemur ekki mjög vel saman við son sinn og tengdardóttur og er búinn að fá nóg af “god damn” kjúklíngnum sem er oftast á borðum.

En eftir að Olive er valin í barna fegurðar samkeppnina“little miss sunshine” eftir að stelpan sem var í fyrsta sæti þurfti að hætta útaf megrunarpillum, þá þarf öll fjölskyldan að setjast inní gulu Wolkswagen rútuna sína og fara alla leið til Californiu þar sem þau lenda í “ups and downs” en finna hvort annað.

Ég ætla bara að byrja með að ég fýla gamanmyndir ALLS EKKI yfir höfuð, þær eru svo hryllilega klisjukenndar og hryllilega ófyndnar en einu sem mér finnst farið í eru indie(independence) myndir sem Little miss sunshine er og hún er ALLRA fyndnasta gamanmynd sem ég hef NOKKURN TÍMANN SÉÐ, EVER!!!!! Ég hef ALDREI hlegið svona mikið að ég var algjörlega að deyja,veltast og kafna og það gekk út alla myndina sérstaklega þó í endanum í fegurðarsamkeppninni sjálfri. Ég var ekki sá eini sem virtist skemmta mér, salur var fullur og allir voru algjörlega að kafna úr hlátri og þegar myndin var búinn þá klöppuðu allir, það segir manni um gæði myndarinnar.

Little miss sunshine er ekki bara brilliant sem gamanmynd heldur líka sem kvimynd og/eða drama/indie yfir höfuð. Leikstjórn Jonathan Dayton og

Valerie Faris var frábær. Sagan var ekkert “súper” frumlegt en Michael Arndt tókst að skrifa gott handrit úr gömlum “vation” mynda klisjum. Collette,Kinnear og Arkin voru algjörlega frábær og Carrell og Dano góðir sömuleiðis. Breslin er góð barnaleikkona og er miklu betri en Dakota Fanning og allar hinar hæfileika lausu barnastjörnur. Mér fannst rosalega gaman að sjá óvænt hina frábæru Beth Grant(ms. Farmer úr Donnie Darko) sem fer með snilldar takta sem aðaldómari fegurðarsamkeppnarinnar. Pabbinn úr Malcolm in the middle er líka í litlu aukahlutverki. Myndatakan var líka góð. Little miss sunshine er yndisleg, brilliant og fyndasta gaman mynd sem ég hef og mun nokkurntímann sjá og kemur öllum í frábært skap. Einnig besta mynd ársins(af þeim sem ég hef séð).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stórskemmtileg perla
Það er ágætis afrek fyrir kvikmynd þegar hún hreppir einhversstaðar titilinn feel-good mynd ársins, sem Little Miss Sunshine gerir heldur betur.

Myndin sameinar góða leikara við alveg hreint óborganlegt handrit sem að skilar frá sér mjög ljúfa og huggulega gamanmynd með alvarlegum raunsæisundirtónum. Fyrir utan það að vera vel heppnuð að flestu leyti, þá er myndin einfaldlega bara þrælskemmtileg og fyndin.

Hún virkar eitthvað svo vel til áhorfs. Ég kunni líka vel við það að horfa á reynda leikara á borð við Greg Kinnear, Toni Collette, Alan Arkin og Steve Carell njóta sín í vandræðalegri samveru hvors annars. Carell stal sérstaklega senunni í töluvert alvarlegra – en ekki síður fyndnara – ljósi heldur en vanalega. Hin 10 ára gamla Abigail Breslin varpar einnig frá sér miklum sjarma, sem og Paul Dano, sem er frábær í hlutverki mállausa bróður hennar.

Leikararnir svínvirka saman, enda er ein sterkari hlið myndarinnar staðsett í persónunum, sem að eru bæði vel skrifaðar og minnistæðar. Ég gef myndinni hörkugóð meðmæli og kunni ótrúlega vel við hana. Örfáa punkta missir hún fyrir að gera voða lítið sem að gæti talist frumlegt eða óvænt. En burtséð frá því þá man ég ekki hvenær mér leið svona svakalega vel eftir að hafa stigið út af bíómynd. Það ætti að þýða eitthvað.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Little Miss Sunshine er mjög einföld, létt og skemmtileg ´indie´ mynd, handritið er vel skrifað og leikararnir eru allir góðir, Steve Carell stelur nánast myndinni en hin unga Abigail Breslin á jafn mikið hrós skilið. Myndin fjallar um mjög mistæka fjölskyldu, heimilisfaðirinn (Greg Kinnear) er að missa vinnuna sína, móðirin (Toni Colette) sínöldrar, bróðir hennar (Steve Carell) reyndi að fremja sjálfsmorð, sonurinn (Paul Dano) hatar alla og talar aldrei við neinn, dóttirin (Abigail Breslin) hefur sér þann draum að keppa í Little Miss Sunshine keppninni og afi hennar (Alan Arkin) sem kennir henni danssporin sín er heróinsjúklingur. Fylgst er með ferðalagi fjölskyldunnar gegnum Bandaríkin á bilaðri rútu til þess að komast í Little Miss Sunshine keppnina í Kaliforníu í tæka tíð, auðvitað er ekkert nema vesen og fáranleg ævintýri sem bíða þeim. Mér leið vel þegar ég horfði á þessa mynd, þetta er eðaldæmi um kvikmynd sem hefur þann eina tilgang að dreifa endorfín tilfinningu til áhorfendurnar og það virkaði mjög vel. Meðal þess þá drullar myndin yfir bandarísku draumafjölskylduna og fegurðarsamkeppnir á mjög sérstakan hátt. Ef þú vilt sjá létta mynd sem kemur þér í gott skap þá skaltu endilega sjá Little Miss Sunshine, þegar hún kemur til landsins, hvenær sem það getur verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.04.2020

Forsaga Hungurleikanna í vinnslu - Lawrence sest í leikstjórastólinn

Bandaríski leikstjórinn Francis Lawrence hefur verið ráðinn til að sitja við stjórnvölinn á kvikmyndinni The Ballad of Songbirds and Snakes. Þarna er um að ræða forsögu að Hungurleikaseríunni frá Suzanne Collins og verður myndin...

15.02.2008

Pistill: Topp 10 - '07

Ólíkt flestum öðrum gagnrýnendum á klakanum, þá vel ég ALDREI mínar Topp 10 myndir ársins eftir því hvenær þær voru frumsýndar hérna, heldur eftir jú, auðvitað framleiðsluári.Persónulega finnst mér hálf b...

09.12.2015

Breslin verður Baby - Dirty Dancing endurgerð

Hin Óskarstilnefnda Abigil Breslin, 19 ára, hefur skrifað undir samning um að leika í endurgerð sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku ABC á hinni rómuðu dans- og söngvamynd Dirty Dancing frá árinu 1987. Breslin fetar þar með í fó...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn