Aðdáendur Melissa McCarthy eru flestir vanir að sjá hana í grínhlutverkum í myndum eins og Bridesmaids, The Heat, Tammy og The Boss. Því ættu þeir hinir sömu að sperra nú eyrum því McCarthy mun feta nýjar og dramatískari slóðir með haustinu.
Hér er um að ræða hlutverk sem hún leikur í kvikmyndinni Can You Ever Forgive Me?, sjálfsævisögulegri mynd sem byggir á sannri sögu rithöfundarins Lee Israel, sem reyndi fyrir sér sem falsari til að eiga fyrir salti í grautinn.
Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar þá hafði Israel í sig og á með því að skrifa ævisögur þekktra kvenna eins og Katharine Hepburn, Tallulah Bankhead, Estee Lauder og Dorothy Kilgallen, en þegar Israel datt úr tísku sem höfundur fór hún að falsa sendibréf frá látnum rithöfundum og leikurum, með góðri hjálp frá vini sínum Jack, sem Richard E. Grant leikur í myndinni.
Leikstjóri er Marielle Heller.
Kíktu á fyrstu stiklu úr kvikmyndinni hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan: