Mendes útilokar ekki annan Bond

Sam Mendes leikstjóri nýju James Bond myndarinnar Skyfall er ekki viss hvort hann hafi áhuga á að leikstýra annarri Bond mynd, enda er hann orðinn gjörsamlega uppgefinn eftir að hafa skilað af sér Skyfall í byrjun mánaðarins. „Ég er eiginlega orðinn skugginn af sjálfum mér. ( hlær ) Nei, ég veit ekki. Mér líður eins og ég hafi sett allt sem ég átti í þessa mynd. Þannig að ég þyrfti að vera viss um að ég gæti gert eitthvað sem ég myndi vera virkilega sáttur við, ef ég ætti að gera þetta aftur. Ég held að mesta áhættan við að endurtaka sig sé að maður er ekki með sama magnið af hugmyndum í kollinum og þegar maður kom fyrst að verkefninu,“ sagði Mendes í samtali við Metro.us