Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessa mynd ætti að nýta sem forvörn í skólum gegn fíkniefnum!
Hún er ROSALEGA góð og áhrifarík.. Snerti mig mjög. Mæli hiklaust með henni.
Þessi mynd er að mínu mati ein besta forvörn gegn dópi,ég sá hana fyrst þegar ég var 16 ára og ég hef ekki snert dóp og ekki langað til þess.Hún er einstaklega vel leikin og ansi raunveruleg,að mínu mati besta myndin sem Leonardo hefur leikið í.
DiCaprio fer hér á kostum sem fyrr í hlutverki sínu í Baskteball Diaries.
Sagan fjallar um 16 ára unglingspilt sem býr í Brooklyn hverfinu í New York, þetta er mynd sem er byggð á bók sem einmitt persónan sem DiCaprio leikur gaf út.
Það sem er áhrifaríkast í sögunni er það að Jim (DiCaprio) og félagar hans höfðu það með eindæmum ágætt og spiluðu körfu sem best og voru með betri keppnismönnum liðsins. Þegar vinur þeirra deyr úr krabbameini gefst Jim upp á þessu drasli, hann byrjar að nota eiturlyf og hættir í skóla og um leið körfuboltaliðinu sínu. Félagi hans leikinn af Mark Wahlberg fer sama veg og sökkva þeir báðir í kviksyndi dóps og fátæktar.
Þessi saga er dæmisaga um maður skal passa sig og aldrei byrja að nota fíkniefni, því það eyðileggur öll plön og alla drauma manns.
Með betri myndum sem ég hef séð og án efa eftirminnilegasta frammistaða L.DiCaprio, kannski fyrir utan hlutverk hans í What´s bothering Gilbert Grabe.
Hér er um að ræða alveg rosalega góða mynd. Leonardo Di Caprio er hér eins góður og hann á til. Myndin er rosalega sterk og áhrifarík. Þrátt fyrir að myndin fjalli um unga vini sem enda á villigötum í lífinu, er hún langt því frá að vera leiðinleg. Það kemur stundum fyrir að myndir sem fjalla um eiturlyfjadjöfulinn velti sér stundum of mikið úr volæðinu. Það er ekki gert hér og myndin verður mjög áhugaverð áhorfunar.
Hér er um að ræða alveg frábæra mynd, og sennilega bestu mynd Di Caprio. Mæli eindregið með henni, og ef þú hefur ekki séð hana enn, þá skaltu grípa hana sem fyrst á öllum betri myndbandaleigum.
Þetta er allveg frábær mynd og bókin er ennþá betri. Ég mæli alveg eindregið með henni...
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
PolyGram Video
Aldur USA:
R