Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Basketball Diaries 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The true story of the death of innocence and the birth of an artist / Every punk on the block says it's not going to happen to them... but it does.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Kvikmyndagerð á sögu Jim Carroll um frjálst fall hans inn í skelfilegan heim eiturlyfjafíknar. Sem meðlimur í hinu að því er virðist ósigrandi körfuboltaliði menntaskólans, þá snýst líf Jim um körfuboltavöllinn og völlurinn verður myndlíking fyrir heiminn eins og hann upplifir hann. Besti vinur hans sem er að deyja út hvítblæði, þjálfarinn sem hagar... Lesa meira

Kvikmyndagerð á sögu Jim Carroll um frjálst fall hans inn í skelfilegan heim eiturlyfjafíknar. Sem meðlimur í hinu að því er virðist ósigrandi körfuboltaliði menntaskólans, þá snýst líf Jim um körfuboltavöllinn og völlurinn verður myndlíking fyrir heiminn eins og hann upplifir hann. Besti vinur hans sem er að deyja út hvítblæði, þjálfarinn sem hagar sér ósiðlega, kynferðishugsanir tánings, og óheilbrigð löngun í heróín - allt þetta fer að hafa áhrif á drauma Jim um að verða körfuboltastjarna. Fljótlega þá verða dimm stræti New York athvarf fyrir Jim, til að flýja frá móður sinni sem hefur af honum vaxandi áhyggjur. Hann getur ekki farið heim og eini flóttinn frá raunveruleika götunnar er heróínið, en til að komast yfir eitrið þá stelur hann og rænir og selur sig. Það er síðan fyrir hjálp Reggie, gamals vinar, að Jim fer að spila körfubolta aftur af og til, og getur byrjað að fikra sig aftur á rétta braut. ... minna

Aðalleikarar


Þessa mynd ætti að nýta sem forvörn í skólum gegn fíkniefnum!

Hún er ROSALEGA góð og áhrifarík.. Snerti mig mjög. Mæli hiklaust með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er að mínu mati ein besta forvörn gegn dópi,ég sá hana fyrst þegar ég var 16 ára og ég hef ekki snert dóp og ekki langað til þess.Hún er einstaklega vel leikin og ansi raunveruleg,að mínu mati besta myndin sem Leonardo hefur leikið í.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

DiCaprio fer hér á kostum sem fyrr í hlutverki sínu í Baskteball Diaries.


Sagan fjallar um 16 ára unglingspilt sem býr í Brooklyn hverfinu í New York, þetta er mynd sem er byggð á bók sem einmitt persónan sem DiCaprio leikur gaf út.


Það sem er áhrifaríkast í sögunni er það að Jim (DiCaprio) og félagar hans höfðu það með eindæmum ágætt og spiluðu körfu sem best og voru með betri keppnismönnum liðsins. Þegar vinur þeirra deyr úr krabbameini gefst Jim upp á þessu drasli, hann byrjar að nota eiturlyf og hættir í skóla og um leið körfuboltaliðinu sínu. Félagi hans leikinn af Mark Wahlberg fer sama veg og sökkva þeir báðir í kviksyndi dóps og fátæktar.


Þessi saga er dæmisaga um maður skal passa sig og aldrei byrja að nota fíkniefni, því það eyðileggur öll plön og alla drauma manns.


Með betri myndum sem ég hef séð og án efa eftirminnilegasta frammistaða L.DiCaprio, kannski fyrir utan hlutverk hans í What´s bothering Gilbert Grabe.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er um að ræða alveg rosalega góða mynd. Leonardo Di Caprio er hér eins góður og hann á til. Myndin er rosalega sterk og áhrifarík. Þrátt fyrir að myndin fjalli um unga vini sem enda á villigötum í lífinu, er hún langt því frá að vera leiðinleg. Það kemur stundum fyrir að myndir sem fjalla um eiturlyfjadjöfulinn velti sér stundum of mikið úr volæðinu. Það er ekki gert hér og myndin verður mjög áhugaverð áhorfunar.


Hér er um að ræða alveg frábæra mynd, og sennilega bestu mynd Di Caprio. Mæli eindregið með henni, og ef þú hefur ekki séð hana enn, þá skaltu grípa hana sem fyrst á öllum betri myndbandaleigum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er allveg frábær mynd og bókin er ennþá betri. Ég mæli alveg eindregið með henni...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn