Náðu í appið
Fear

Fear (1996)

"With boyfriends like this, who needs enemies? Not you. / Together forever. Or else."

1 klst 37 mín1996

Hin sextán ára gamla Nicole Walker er nýflutt í hús við við vatnið, sem faðir hennar, arkitektinn Steve Walker, á, til að búa þar með stjúpmóður sinni Laura og bróður hennar Toby.

Rotten Tomatoes47%
Metacritic51
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífVímuefniVímuefniHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Hin sextán ára gamla Nicole Walker er nýflutt í hús við við vatnið, sem faðir hennar, arkitektinn Steve Walker, á, til að búa þar með stjúpmóður sinni Laura og bróður hennar Toby. Bestu vinir hennar eru Margo Masse og Gary Rohmer sem eru skólafélagar hennar í menntaskóla. Þegar Nicole hittir David McCall í næturklúbbi, þá verður hún skotin í honum og fer með honum á stefnumót. David verður heltekinn af Nicole og einn daginn sér hann hana kyssa vin sinn Gary og hann ræðst á hann og slær hann. Nicole hættir með honum en David heldur áfram að elta hana. Steve ákveður að rannsaka unga manninn, og uppgötvar að hann er munaðarleysingi sem hefur eytt mestöllu lífinu á upptökuheimilum. Allt verður vitlaust í lífi Nicole þegar David drepur Gary og eyðileggur Mustang bifreið föður hennar. Steve brýst inn í húsið hans og eyðileggur allt innanstokks. Nú fara David og gengi hans heim til Steve til að hefna.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Imagine EntertainmentUS

Gagnrýni notenda (2)

Góð mynd, virkilega. Reese Witherspoon á hér ágætis leik sem sextán ára stúlka, Nicole, sem verður ástfangin af gullfögrum strák að nafni david sem er skuggalega aðlaðandi. Pabbi hen...

Þetta er ein besta mynd sem Mark Wahlberg hefur leikið í síðan hann byrjaði að leika. Topp spennumynd. FARIÐ ÚT Á VÍDEÓLEIGU OG TAKIÐ HANA NÚNA.