Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Fear 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. nóvember 1996

With boyfriends like this, who needs enemies? Not you. / Together forever. Or else.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Hin sextán ára gamla Nicole Walker er nýflutt í hús við við vatnið, sem faðir hennar, arkitektinn Steve Walker, á, til að búa þar með stjúpmóður sinni Laura og bróður hennar Toby. Bestu vinir hennar eru Margo Masse og Gary Rohmer sem eru skólafélagar hennar í menntaskóla. Þegar Nicole hittir David McCall í næturklúbbi, þá verður hún skotin í honum... Lesa meira

Hin sextán ára gamla Nicole Walker er nýflutt í hús við við vatnið, sem faðir hennar, arkitektinn Steve Walker, á, til að búa þar með stjúpmóður sinni Laura og bróður hennar Toby. Bestu vinir hennar eru Margo Masse og Gary Rohmer sem eru skólafélagar hennar í menntaskóla. Þegar Nicole hittir David McCall í næturklúbbi, þá verður hún skotin í honum og fer með honum á stefnumót. David verður heltekinn af Nicole og einn daginn sér hann hana kyssa vin sinn Gary og hann ræðst á hann og slær hann. Nicole hættir með honum en David heldur áfram að elta hana. Steve ákveður að rannsaka unga manninn, og uppgötvar að hann er munaðarleysingi sem hefur eytt mestöllu lífinu á upptökuheimilum. Allt verður vitlaust í lífi Nicole þegar David drepur Gary og eyðileggur Mustang bifreið föður hennar. Steve brýst inn í húsið hans og eyðileggur allt innanstokks. Nú fara David og gengi hans heim til Steve til að hefna. ... minna

Aðalleikarar


Góð mynd, virkilega. Reese Witherspoon á hér ágætis leik sem sextán ára stúlka, Nicole, sem verður ástfangin af gullfögrum strák að nafni david sem er skuggalega aðlaðandi. Pabbi hennar (mark Wahlberg, nokkuð viss um að hann sé Grissom í CSI) er allt annað en hrifinn af honum og feðginunum fer að koma illa saman, þar sem Nicole vill ekkert illt heyra um kærastann. Skuggi fellur hins vegar á samband Nicole og David þegar hún kemst að hans sanna eðli, en hann er virkilega sjúkur og er ekki tilbúinn að gefa hana upp á bátinn...Besta mynd Witherspoon. fer hægt af stað og er frekar hæg tvo þriðju hluta myndarinnar (ekki leiðinleg samt), en endirinn er sjúklega spennandi...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein besta mynd sem Mark Wahlberg hefur leikið í síðan hann byrjaði að leika. Topp spennumynd. FARIÐ ÚT Á VÍDEÓLEIGU OG TAKIÐ HANA NÚNA.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn