Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Góð mynd en með allt of klisjukenndum tvisti en ég segi ekki frá því því ég vil ekki vera spoiler. Jake Vig (Edward Burns,Ash Wednesday,15 minutes) er fjármálasvikari sem stelur mörgþúsund dölum frá manni sem reynist vinna hjá mafíunni. Þegar mafían finnur Jake er hann búinn að eiða öllum peningnum. Til að verða ekki drepinn gerir hann samning við mafíósann King (Dustin Hoffman,Lenny,Rain Man) og ætlar að svíkja pening úr einhverjum öðrum gaur með hjálp konu sem hann finnur í klúbb (Rachel Weisz,Beutiful Creatures,The Mummym,The Mummy Returns) og hinu liðinu hans (einn í liðinu er leikinn af grínaranum Paul Giomatti). Jake og liðið hans hafa verið klaufskir í glæpum og spuringin er hvort þau ná peningnum.
Vönduð glæpamynd með góðri fléttu. Hér segir frá nokkrum félögum sem stunda svikastarfsemi sér til framfærslu. Einn daginn svíkja þeir fé af röngum manni, glæpaforingja sem kallaður er Kóngurinn. Félagarnir kæra sig kollótta um að endurgreiða féð, en til þess að sleppa við misþyrmingar af hálfu Kóngsins ákveður Jake Vig (Ed Burns), sem er leiðtogi svikahrappanna, að semja við hann um að narra stærsta keppinaut hans og hafa af honum fimm milljónir dollara. Í kjölfarið hefst heilmikil og spennandi atburðarrás. Hefðbundin en góð spennumynd með góðu handriti og mjög vel leikin. Full af góðum og spennandi hugmyndum sem gaman er að sjá. Uppúr stendur góð leikframmistaða óskarsverðlaunaleikarans Dustin Hoffman (Kramer vs. Kramer, Rain Man) sem er traustur í hlutverki Kóngsins. Hann á að baki góðan leikferil en sýnir nú á sér nýja hlið og ber frammistaðan því vitni að hann er mjög fjölhæfur leikari. Leikur kaldhæðinn kvennabósa og forhertan glæpaforingja sem flestir eru hræddir við, gaman að sjá Hoffman í þessu hlutverki. Einnig eru Ed Burns og Rachel Weisz í burðarhlutverkum. Ef þú vilt sjá góða glæpamynd og vel leikna þá er þetta myndin fyrir þig. Mæli hiklaust með henni.
Flott flétta, svik og prettir er það sem helst prýðir þessa glæpamynd.
Confidence er hágæða glæpamynd, vel leikin, spennandi og með góðum söguþræði. Myndin er uppfull af hugmyndum sem vel hefur verið unnið úr og handritið er nánast gallalaust. Myndin fjallar um hóp svikara sem ræna óvart mann sem tengdur er inn í glæpsamtök sem þeir hefðu helst ekki vilja lenda í útistöðum við. Upp úr því hefst atburðarrás svika og pretta sem koma vel á óvart. Það sem helst hrjáir myndina er kanski helst til hæg atburðarrás á köflum og að það fíla ekki allir sögumanna uppsetniguna þótt svo að hún pirri mig aldrei.
Ég mæli eindregið með myndinni maður mun ekki grenja 800 krónurnar sínar þegar gengið er út af þessari.
Þetta erfrábær mynd sem ég mæli eindregið með þú ert að leita að góðri glæpamynd með snilldar söguþráð.
Þessi mynd er mjög lík ocean´s eleven að því leiti að það er gott plott í myndinni.
Maður verður ekki fyrir vonbrigðum með leikarana Dustin hoffman(rain man,litle big man,tootsie o.fl.) Rachel Weisz(mummy) Edward Baurns (15 minutes,Any given sunday).
Ef þú ert að leita að góðri glæpamynd með góðu plotti þá er þetta rétta myndin.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Lions Gate Releasing
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
30. maí 2003
VHS:
21. október 2003