Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Blade Runner 1982

Man Has Made His Match... Now It's His Problem

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 84
/100
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna. Fyrir listræna stjórnun og bestu tæknibrellur.

Í hátæknilegri framtíð árið 2019, er Los Angeles orðin dimm og drungaleg stórborg, og mannkynið má muna sinn fífil fegurri. Rick Deckard er fyrrum lögga og hausaveiðari sem hefur það verkefni með höndum að drepa eftirmyndir, en það eru klón af mönnum sem látin eru vinna í nýlendum utan Jarðarinnar. Þegar fjórar eftirmyndir gera blóðuga uppreisn, þá... Lesa meira

Í hátæknilegri framtíð árið 2019, er Los Angeles orðin dimm og drungaleg stórborg, og mannkynið má muna sinn fífil fegurri. Rick Deckard er fyrrum lögga og hausaveiðari sem hefur það verkefni með höndum að drepa eftirmyndir, en það eru klón af mönnum sem látin eru vinna í nýlendum utan Jarðarinnar. Þegar fjórar eftirmyndir gera blóðuga uppreisn, þá er Deckard kallaður til starfa, þó hann sé sestur í helgan stein. Hann eltir þessi vélmenni og drepur þau eitt af öðru, en hittir á ferð sinni eina eftirmynd, Rachael, sem hefur þróað með sér mannlegar tilfinningar, þó svo hún sé bara vélmenni. Eftir því sem Deckard nálgast foringja uppreisnarinnar, þá veldur einlægt hatur hans á gervigreind því að hann fer að efast um sjálfan sig í þessum framtíðarheimi, hvað er mennskt og hvað ekki.... minna

Aðalleikarar


Í byrjun 21. aldarinnar er byrjað að framleiða sérstaka tegund af vélmennum til að vinna erfiðsstörf út í geimnum. Árið 2019 snúa sex slík aftur til jarðar og setjast að í Los Angeles borg. Eitt þeirra lætur lífið en hin skipta liði og löggæslumanninum Rick Deckard(Harrison Ford) er falið að leita þau uppi og drepa. Rick verður síðan ástfanginn af einu kvenkyns vélmenninu Rachael(Sean Young) og fer jafnvel að efast um sjálfan sig. Blade runner er að mínu mati alveg gargandi meistaraverk og alveg hreint ótrúlega flott og kraftmikil og það er ekkert að henni. Langbesta mynd sem Ridley Scott hefur gert ever, já það finnst mér, þó að hann hafi gert nokkrar aðrar ágætar þá stendur Blade runner upp úr. Harrison Ford gerir Rick að svona nostalgíu gamaldags spæjara sem er mjög gott og hefur hann aldrei verið svona frábær. Rutger Hauer leikur Roy Batty sem er leiðtogi vélmennahópsins og er hlutverkið skrifað bæði mjög djúpt og mjög ógnvekjandi. Hann hefur bara einu sinni verið betri en það er í Split second sem einnig er geðveik mynd. Sean Young er leikkona sem mér finnst vera alltof vanmetin og miðað við hvað hún er mögnuð í þessari mynd þá á hún skilið miklu meiri athygli. Blade runner er ein af þessum myndum sem ég get horft á aftur og aftur og aftur og fílað alltaf alveg í botn. Fullt hús, fjórar stjörnur. Þetta er SJÚK MYND!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

SNILLD SNILLD SNILLD

mynd sem er langt samtima sinum i gerð.

ridley scott einn besti leikstjori sem uppi hefur verið

harrison ford a þessum tima ferskur flottur og cool leikari

tonlistin mjög flott og allur stilinn a henni

myndmalið skiptir miklu i þessari mynd,stundum eins og maður er að horfa a flott listaverk sem hun er

ekki samt fyrir alla,það er ekki mikil hasaratriði i henni en að sja þessa mynd i bio eða i goðu heimabiokerfi það er magnað,hækkið i græjunum ,lay back and enjoy the ride

THETTA ER KLASSIK
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

'Blade Runner' er gerð eftir smásögunni 'Do Androids Dream of Electric Sheep?' (Dreyma vélmenni rafrollur?) eftir Philip K. Dick. Kvikmyndin er drungaleg framtíðarsýn þar sem vélmenni eru notuð sem þrælar til að vinna í námum á ólíkum plánetum. Þessi vélmenni geta ekki lifað lengur en fjögur ár í senn. Nú gerist það að nýjustu útgáfurnar af þessum vélmennum taka upp á því að hugsa sjálfstætt, og þroska með sér tilfinningar eins og ást og þrá til að lifa. Þessi þrá til að lifa verður til þess að nokkur vélmennin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framlengja eigin líf. Það kostar blóðug átök. Lögreglumaðurinn Rick Deckard (Harrison Ford) sem sérhæfir sig í að elta upp vélmenni á flótta er fenginn til að leita þau uppi og eyða þeim. Smám saman uppgötvar hann heim þessara nýju gerðar vélmenna, og þarf að takast á við undirstöðu trú sína um lífið og tilveruna. Ef mannkynið hefur búið til vél sem getur hugsað og fundið til, hefur manneskjan einhvern rétt til að útrýma þessum verum? Ef við höfum skapara, hefði hann þá fullan rétt til að kippa okkur úr sambandi þegar honum þóknaðist? Þetta eru svolítið skemmtilegar spurningar, og það að tekið sé á þeim innan um frumlega framtíðarsýn Ridley Scott, byssubardaga og eltingaleiki, gefur myndinni traustari grundvöll til meðmæla. Þetta er góð mynd, en ekki fyrir þá sem eru lítt hrifnir af drungalegum sögum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er allt í lagi leikinn en mér finnst söguþráðurinn bara leiðinlegur,tónlistin gæti verið mikið betri tæknibrellurnar eru allt ílagi miðað við sinn tíma en myndin er bara svo langdreginn og leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Brilliant mynd um Blade Runner mannin Rick Deckard sem er sérhæfður í því að leita uppi og eyða replicants sem eru gervimenn. Harrison Ford sýnir snilldarleik í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn