Náðu í appið
House of Gucci

House of Gucci (2021)

"A legacy worth killing for"

2 klst 37 mín2021

Sagan af fyrirætlunum Patrizia Reggiani, fyrrum eiginkonu Maurizio Gucci, um að myrða eiginmann sinn, barnabarn hins þekkta tískuhönnuðar Guccio Gucci.

Rotten Tomatoes61%
Metacritic59
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Sagan af fyrirætlunum Patrizia Reggiani, fyrrum eiginkonu Maurizio Gucci, um að myrða eiginmann sinn, barnabarn hins þekkta tískuhönnuðar Guccio Gucci. Sagan spannar þrjá áratugi af ástum, svikum, hnignun, hefnd og að lokum morði. Við kynnumst þýðingu nafns, hvers virði það er og hvað fjölskylda gengur langt til að halda yfirráðum sínum.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Angelina Jolie, Anne Hathaway, Marion Cotillard, Penélope Cruz, Margot Robbie og Natalie Portman komu allar til greina í hlutverk Patrizia Reggiani.
Leikkonan Salma Hayek er gift François-Henri Pinault, stofnanda og forstjóra franska alþjóðafyrirtækisins Kering, eiganda Gucci vörumerkisins.
Upphaflega var tilkynnt að Robert De Niro væri í viðræðum um að leika Rodolfo Gucci, en það slitnaði upp úr því og Jeremy Irons var ráðinn í staðinn. Ef De Niro hefði verið ráðinn þá hefði House of Gucci verið fimmta kvikmyndin þar sem þeir Al Pacino hefðu leikið saman. Hinar eru Guðfaðirinn: Hluti 2, Heat (1995), Righteous Kill (2008) og The Irishman (2019).
Frasi Lady Gaga, sem nú er orðinn vel þekktur \"Father, Son, and House of Gucci\" var spunninn upp á staðnum. Þetta var staðfest á blaðamannafundi áður en myndin var frumsýnd, þar sem setningin varð nokkuð vinsæl í upprunalegu stiklunni.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Metro-Goldwyn-MayerUS
Bron StudiosCA
Scott Free ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Lady Gaga tilnefnd til BAFTA verðlauna. Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hár og förðun.