Náðu í appið
The Last Duel

The Last Duel (2021)

"The true story of a woman who defied a nation and made history."

2 klst 32 mín2021

Jean de Carrouges er virtur riddari, þekktur fyrir hugrekki og hæfni á vígvellinum.

Rotten Tomatoes85%
Metacritic67
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Jean de Carrouges er virtur riddari, þekktur fyrir hugrekki og hæfni á vígvellinum. Jacques Le Gris er skjaldsveinn, en gáfur hans og mælska hafa gert hann að einum virtasta aðalsmanni hirðarinnar. Þegar Le Gris nauðgar eiginkonu Carrouge, þá stígur hún fram með ásakanir á hendur árásarmanni sínum, sem sýnir mikið hugrekki af hennar hálfu, en setur líf hennar í hættu á sama tíma. Í hönd fer grimmilegt uppgjör, einvígi þar sem barist er til dauða, og örlög allra þriggja ráðast nú af almættinu.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Matt Damon vex ekki mikið skegg þannig að förðunardeildin þurfti að prófa tuttugu mismunandi skegg á hann. Sagt er að hann hafi fengið útbrot undan skegginu sem límt var á hann, og þau hafi verið svo ertandi að hann hafi þurft að leggja ísmola á vangann eftir hverja töku.
Matt Damon og Ben Affleck sögðust hafa fengið Nicole Holofcener í lið með sér til að aðstoða við kvenkyns sjónarhorn sögunnar.
Upprunalega ætluðu handritshöfundarnir Matt Damon og Ben Affleck að leika tvö aðalhlutverkin, en Adam Driver var fenginn inn til að leika hlutverkið sem var ætlað Affleck upphaflega, sem fór í staðinn í aukahlutverk. Ástæðan var til að forðast árekstur vegna leiks Afflecks í Deep Water eftir Adrian Lyne.
Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Matt Damon og Ben Affleck hafa skrifað síðan þeir gerðu Good Will Hunting árið 1997. Þá er þetta fyrsta kvikmyndin sem Damon skrifar handritið að sem ekki er leikstýrt af Gus Van Sant.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

20th Century StudiosUS
Pearl Street FilmsUS
Scott Free ProductionsUS