Argo (2012)
"The Movie Was Fake, The Mission Was Real"
Þegar sex bandarískum sendiráðsmönnum tókst að komast undan uppreisnarmönnum í Íran og fela sig í kanadíska sendiráðinu var sett í gang björgunaraðgerð sem sannaði að...
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Þegar sex bandarískum sendiráðsmönnum tókst að komast undan uppreisnarmönnum í Íran og fela sig í kanadíska sendiráðinu var sett í gang björgunaraðgerð sem sannaði að raunveruleikinn er oft ótrúlegri en skáldskapurinn. Argo er byggð á dagsannri sögu sem að mestu leyti gerist í Íran rétt eftir að íranskir uppreisnarmenn hertóku bandaríska sendiráðið í Teheran þann 4. nóvember árið 1979. Um leið og uppreisnarmennirnir lögðu sendiráðið undir sig tókst sex starfsmönnum þess að flýja og komast í skjól í kanadíska sendiráðinu. Sú hætta var fyrir hendi að ef uppreisnarmenn kæmust að því hvar sexmenningarnir væru myndu þeir taka þá af lífi. Stjórnendur í ríkisstjórn Bandaríkjanna töldu það því bráðnauðsynlegt að aðstoða sitt fólk áður en það yrði of seint. Vandamálið var auðvitað hvernig? Lausnin fólst í sérlega áhættusamri aðgerð þar sem FBI-menn voru sendir til Írans dulbúnir sem kvikmyndagerðarmenn. Í þeim blekkingarleik var síðan allt lagt undir ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



Verðlaun
Fékk þrenn Óskarsverðlaun. Besta mynd, besta handrit eftir áður útgefnu efni, og besta klipping.




























