Napoleon (2023)
"He came from nothing. He conquered everything."
Mynd um Napóleon Bonaparte Frakkakeisara og leið hans til valda, séð í gegnum sjónarhorn viðkvæms sambands hans og eiginkonunnar og einu sönnu ástar, Josephine.
Deila:
Bönnuð innan 16 áraÁstæða:
Ofbeldi
Hræðsla
Blótsyrði
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Mynd um Napóleon Bonaparte Frakkakeisara og leið hans til valda, séð í gegnum sjónarhorn viðkvæms sambands hans og eiginkonunnar og einu sönnu ástar, Josephine.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Sir Ridley Scott sagði að fjögurra klukkutíma löng leikstjóraútgáfa myndarinnar yrði sýnd á Apple TV .
Sir Ridley Scott las handrit leikstjórans Stanley Kubrick fyrir hans eigin ógerðu Napóleonsmynd, en það heillaði hann ekki. Kubrick hafði dáðst að Napóleon alla ævi og byrjaði að skipuleggja kvikmynd byggða á ævi hans eftir að hann leikstýrði 2001: A Space Odyssey árið 1968. Hann lagðist í rannsóknir og horfði á aðrar Napóleonsmyndir, þar á meðal Napoléon vu par Abel Gance (1927) og Voyna i mir (1965), sem féllu honum hvorugar í geð. Hann ætlaði að taka myndina á sögustað atburða í Frakklandi og Rúmeníu, þar sem rúmenski herinn ætlaði að útvega 50 þúsund hermenn í tökur. Jack Nicholson og Audrey Hepburn áttu að leika Napóleon og Joséphine. Hætt var við verkefnið eftir að Waterloo frá 1970 olli vonbrigðum í miðasölunni. Steven Spielberg, gamall vinur Kubrick, hefur þróað stuttseríu fyrir sjónvarp uppúr handriti Kubrick síðan 2013 og segir enn í dag að það sé í vinnslu.
Sir Ridley Scott var þakklátur Apple fyrir að fjármagna kvikmyndina og sagði: \"Við vorum ekki ódýr og ég þakka þeim fyrir. Þau sýndu mér mikið traust að leyfa mér að vinna með alla þessa fjármuni.\"
Krýning Napóleons sem keisara í myndinni sækir innblástur í málverkið Le Sacré de Napoleon (Coronation of Napoleon) eftir Jacques Louis David. Hann kemur við sögu í kvikmyndinni leikinn af Sam Crane.
Höfundar og leikstjórar

Ridley ScottLeikstjóri

David ScarpaHandritshöfundur
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Apple StudiosUS

Scott Free ProductionsUS




























