Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Tígrisdýrin í upprunalegu myndinni áttu fyrst að vera nashyrningar, en hætt var við það því ómögulegt þótti að temja nashyrninga, og tölvutæknin var ekki orðin nógu fullkomin á þessum tíma. En núna fáum við að sjá bardagaatriði með nashyrningum enda er tæknin búin að þróast í meira en tuttugu ár.
Á árunum eftir að fyrsta myndin var frumsýnd þá voru nokkrar tilraunir gerðar til að skrifa handrit að framhaldi. Russell Crowe og Ridley Scott buðu tónlistarmanninum Nick Cave að gera uppkast. Sú útgáfa einblíndi meira á goðsagnakennd atriði í Róm til forna. Þar hefðum við fengið að fylgjast með Maximus eftir dauðann að hitta sálir á ferðalagi. Hann fær þar það verkefni frá guðinum Júpiter og öðrum rómverskum guðum að snúa aftur til Jarðar til að finna og drepa Hefaistos, Guð eldsins, sem hafði svikið þá. Þá endurfæðist hann sem kristinn maður og fer aftur til Rómar og hittir Lucius keisara. Myndin átti að enda á að Maximus yrði dæmdur til að lifa að eilífu og berjast í gegnum aldirnar, í krossferðunum, heimsstyrjöldunum tveimur og í Víetnamstríðinu og að lokum að enda sem starfsmaður Pentagon í Washington í nútímanum. Þessi hugmynd fékk ekki brautargengi en hægt er að lesa handritið á netinu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Frumsýnd á Íslandi:
14. nóvember 2024