Náðu í appið
Gladiator II

Gladiator II (2024)

Gladiator 2

"What we do in life echoes in eternity."

2 klst 28 mín2024

Mörgum árum eftir að hafa orðið vitni að dauða hetjunnar Maximusar neyðist sonur hans Lucius til að fara inn í hringleikahúsið og berjast þegar fulltrúar...

Rotten Tomatoes70%
Metacritic64
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Mörgum árum eftir að hafa orðið vitni að dauða hetjunnar Maximusar neyðist sonur hans Lucius til að fara inn í hringleikahúsið og berjast þegar fulltrúar keisarans, sem stjórnar Rómarborg með harðri hendi, leggja heimili hans í rúst. Með ofsareiði í hjarta og framtíð ríkisins að veði þarf Lucius nú að horfa til baka til að finna styrkinn til að ná stjórn á borginni og koma henni aftur til vegs og virðingar.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Tígrisdýrin í upprunalegu myndinni áttu fyrst að vera nashyrningar, en hætt var við það því ómögulegt þótti að temja nashyrninga, og tölvutæknin var ekki orðin nógu fullkomin á þessum tíma. En núna fáum við að sjá bardagaatriði með nashyrningum enda er tæknin búin að þróast í meira en tuttugu ár.
Á árunum eftir að fyrsta myndin var frumsýnd þá voru nokkrar tilraunir gerðar til að skrifa handrit að framhaldi. Russell Crowe og Ridley Scott buðu tónlistarmanninum Nick Cave að gera uppkast. Sú útgáfa einblíndi meira á goðsagnakennd atriði í Róm til forna. Þar hefðum við fengið að fylgjast með Maximus eftir dauðann að hitta sálir á ferðalagi. Hann fær þar það verkefni frá guðinum Júpiter og öðrum rómverskum guðum að snúa aftur til Jarðar til að finna og drepa Hefaistos, Guð eldsins, sem hafði svikið þá. Þá endurfæðist hann sem kristinn maður og fer aftur til Rómar og hittir Lucius keisara. Myndin átti að enda á að Maximus yrði dæmdur til að lifa að eilífu og berjast í gegnum aldirnar, í krossferðunum, heimsstyrjöldunum tveimur og í Víetnamstríðinu og að lokum að enda sem starfsmaður Pentagon í Washington í nútímanum. Þessi hugmynd fékk ekki brautargengi en hægt er að lesa handritið á netinu.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Scott Free ProductionsUS
Lucy Fisher/Douglas Wick ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir búningahönnun.