Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Dazed and Confused 1993

Justwatch

It was the last day of school in 1976, a time they'd never forget... if only they could remember. / Weed rules.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 80
/100

Það er lokadagur miðskólans í litlum bæ í Texas árið 1976. Eldri nemendur níðast á nýnemunum, og allir eru að reyna að komast í vímu, verða drukknir eða komast í bólið með einhverjum, jafnvel fótboltastrákarnir sem hafa skrifað undir samning um að láta allt slíkt vera.

Aðalleikarar

Fyrirmyndar unglingamynd
Dazed & Confused er ein af þessum myndum sem rosalega erfitt er að fíla ekki á einhvern hátt, enda fjallar hún um svo breiðan hóp þar sem allir eru á unglingsárum sínum (og reiðubúnir fyrir mismikla vitleysu) að það er bókstaflega ómögulegt að finna ekki einhvern þarna sem hægt er að tengja
sig við. Það eru nú rúm 10 ár síðan hún kom fyrst út, en samt er hún að mínu mati ein besta "unglinga/tjill-mynd" sem hefur verið gerð og trompar hún meira að segja flestallar John Hughes-myndir í minni bók. Ég skal jafnvel kalla hana jafningja American Grafitti, sem augljóslega er ein helsta fyrirmynd henna.

Þetta er önnur mynd Richards Linklater (sú fyrsta var hin hræódýra tilraunarmynd Slacker) en samt fyrsta "alvöru" myndin hans, sem hann segir að sé byggð á "sönnum atburðum" (ég hef samt ekki enn náð að átta mig á hvaða persóna á að vera hann). En jafnvel þótt svo væri ekki, þá nær hún svo vel að sýna hvernig ungmannaheimurinn í Bandaríkjunum gengur fyrir sig á einum viðburðarríkum (eða hvað?) sólarhring og gerir það með því að elta mismunandi hópa sem áhorfandinn fær síðan að "hanga" með. Líka, annað en t.d. John Hughes, þá tekur Linklater þá brengluðu áhættu að segja þessa sögu með nánast engum sérstökum strúktúr og takmarkaðri persónuþróun. Í flestum tilfellum væri þetta stór galli en hann nær einhvern veginn að redda sér með að pakka myndinni í einn stóran boðskap þar sem okkur er sagt að njóta lífsins meðan við getum og sérstaklega halda utan um vini okkar, sama hversu sorglegir eða steiktir þeir eru. Linklater fagnar unglingsárunum (og af hverju ekki?) með stæl og tekur heldur ekki neikvæða afstöðu til áfengis eða kannabisefna.

Þessi mynd er líka svo minnistæð fyrir hlaðborð sitt af fjölbreyttum persónum, sem því miður fá ekki allar jafn mikla athygli og þær ættu að fá. Reyndar, ef það er eitthvað sem ég myndi setja út á, þá er það að mér finnst einhvern veginn kvenkynspersónurnar flestar vera fullþunnar. En til móts við það eru fullt af öðrum karakterum sem eru löngu orðnir sígildir í dag. Matthew McConaughey, Rory Cochrane (sem notar orðið "man" í annarri hverri línu), Jason London, Wiley Wiggins, Adam Goldberg og Ben Affleck standa áberandi upp úr, þó ekki jafn mikið og soundtrack-ið sjálft, sem er eitt það skemmtilegasta sem undirritaður hefur heyrt í einni bíómynd. Linklater skapar nefnilega alveg dúndrandi stemmningu með þessum lögum sem öll smellpassa við það sem er að gerast á skjánum. Það er líka ótrúlegt hvað leikstjórinn nær almennt að skapa trúverðugt '70s andrúmsloft miðað við hvað myndin kostaði lítið ($6 milljónir - og slatti af þeim pening hefur eflaust farið í tónlistina, eða stefgjöldin nánar til tekið).

Það má eiginlega segja að Dazed & Confused sé hin fullkomna partýmynd, og eins og ungmennin sem myndin fjallar um þá er stefna myndarinnar mjög óákveðin og húmorinn aulalegur, en aftur á móti er hún alltaf lífleg og í fullu fjöri. S.s. ef þig langar að upplifa það að vera milli 13 og 18 ára aftur, þá er þessi mynd akkúrat málið! Ég myndi alls ekki segja að þetta væri besta Linklater-myndin (það mun vera Before Sunrise sem, kaldhæðnislega, gerist líka á einum sólarhring) en sú skemmtilegasta? Yeah, man!

8/10

Ég lýk þessari umfjöllun með bestu línunni úr þessari mynd: "If I ever say these were the best years of my life, remind me to kill myself."

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Geggjað góð mynd sem fjallar um hóp af krökkum sem voru að klára skólann og fara að djamma eftir það, Ben Afleck í einni af sínum fyrstu myndum og líka Matthew McCounghy. Snilldar mynd í alla stað, öll gömlu góðu rokklögin eru í þessari mynd svo sem með Kiss, Black Sabbath og fleiri góðir! 3 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.05.2016

Gera Lé níræður og áttræður

Óskarstilnefndi leikstjórinn Richard Linklater hefur unnið með nokkrum leikurum í fleiri en einni mynd, fólki eins og Jack Black (School of Rock, Bernie), Matthew McConaughey (Dazed and Confused, Bernie) og svo auðvitað Boyhood Óskarsverðlaunahafanum...

20.02.2014

Búinn að ákveða hvernig þakkarræðan byrjar

Bandaríski leikarinn Mathew McConaughey hefur undanfarið verið að hasla sér völl meðal þeirra bestu í geiranum og vann m.a. Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt í Dallas Buyers Club á dögunum. Leikarinn hefur einnig farið á kostum ásamt ...

22.01.2012

Wooderson snýr aftur eftir 19 ár

"That's what I love about these high school girls, man. I get older, they stay the same age." Flestir kannast við þessa setningu og hlutverkið sem hjartaknúsarinn Matthew McConaughey fór með í unglingamyndinni Dazed and Confus...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn