Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Gömul suðurríkjakona og svertinginn, bílstjórinn hennar, þróa með sér vináttusamband í 25 ár. Gullfallega gerð, yfirlætislaus og skemmtilega kímin mynd um vináttu tveggja gerólíkra einstaklinga sem eru hreint frábærlega vel leiknir af Jessicu Tandy og Morgan Freeman. Vel skrifað handrit og lágstemmd leikstjórn er nær alveg einskorðuð við sameiginlega veröld þeirra beggja sem mynduð er í mjúku, gylltu ljósi horfins tíma, sem gefur til kynna söknuð eftir frábrotnari og einfaldari heimi. Myndin hlaut sjö óskarsverðlaun árið 1989, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir besta handritið og leikstjórn, tónlist og síðast en ekki síst fyrir stórgóðan leik Jessicu Tandy á gyðingjakonunni Daisy. Ég gef þessari undurfögru og stórgóðu kvikmynd fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni við þá sem hafa gaman af persónulegum kvikmyndum með mikinn og umfram allt raunsæjan boðskap.