Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Sígild blanda af góðu gamni og harðri spennu í ljúfum og ómótstæðilegum kokkteil með Goldie Hawn og Chevy Chase. Kona að nafni Gloria Mundy í San Francisco tekur upp puttaling og flækist þar með inní glæpasamsæri sem enginn trúir nema lögreglumaðurinn Tony Carlson. En Gloria er komin á hálan ís og það er ekki hægt að snúa til baka, heldur að berjast fimlega á móti. Dásamlegt spennugrín sem aðeins hin geðþekka Gloria getur lent í. Ekki bragðmikið handrit en skemmtilegar persónur í fyndnum kringumstæðum halda manni vel við efnið. Óskarsverðlaunaleikkonan Goldie Hawn fer á kostum í aðalhlutverkinu og ekki er Chevy Chase mikið síðri. Dudley Moore er óborganlegur í hlutverki kynlífsfíkilsins í hinni óborganlegu svefnherbergissenu, og tekst þar fullkonmlega að stela senunni. Ekki má gleyma Burgess Meredith sem er góður í hlutverki leigusala Gloriu. Semsagt ógleymanleg kvikmynd frá 1978 sem hefur staðist tímans tönn og er enn mjög góð. Ég gef Samsæri eða Foul Play þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni. Hún er ómótstæðilega góð.