Náðu í appið
A Christmas Wedding Date

A Christmas Wedding Date (2012)

"Hvað ef þú fengir annað tækifæri?"

1 klst 23 mín2012

Þegar Rebeccu er sagt upp í vinnunni ákveður hún að halda á heimaslóðirnar og sækja þar um leið brúðkaup vinkonu sinnar sem er að fara að giftast fyrrverandi unnusta Rebeccu sjálfrar.

Deila:
A Christmas Wedding Date - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Þegar Rebeccu er sagt upp í vinnunni ákveður hún að halda á heimaslóðirnar og sækja þar um leið brúðkaup vinkonu sinnar sem er að fara að giftast fyrrverandi unnusta Rebeccu sjálfrar. En þá gerist nokkuð skrítið. Málið með Rebeccu er að hún sér eftir því að hafa ekki haldið í unnustann í stað þess að flytja burt á sínum tíma þótt hún vilji auðvitað ekki viðurkenna það, hvorki fyrir sjálfri sér né öðrum. En eftir að hafa verið viðstödd brúðkaupið sem haldið er á aðfangadag og sótt brúðkaupsveisluna um kvöldið vaknar hún upp að morgni aðfangadagsins á ný og þarf að fara í gegnum daginn aftur, nákvæmlega eins og í gær. Til að byrja með fer hún að óttast um geðheilsu sína en smám saman áttar hún sig á því að það er ekki nóg með að henni sé veitt annað tækifæri heldur verður hún að finna leið til að nýta það því annars losnar hún ekki úr álögunum ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

HybridUS
Synthetic Filmwerx
ARO Entertainment
Lancom Entertainment