Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

My Cousin Vinny 1992

Fannst ekki á veitum á Íslandi

There have been many courtroom dramas that have glorified The Great American Legal System. This is not one of them.

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 68
/100
Marisa Tomey vann Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverki.

Bill Gambini og Stanley Rothenstein eru tveir vinir úr New York University sem eru nýkomnir með skólastyrk til að fara í UCLA háskólann í Kaliforníu. Þeir ákveða á leið sinni þangað að keyra í gegnum suðurríki Bandaríkjanna. Þegar þeir koma til Alabama, þá stoppa þeir í klukkubúð til að kaupa sér smá snarl. En um leið og þeir fara út úr búðinni... Lesa meira

Bill Gambini og Stanley Rothenstein eru tveir vinir úr New York University sem eru nýkomnir með skólastyrk til að fara í UCLA háskólann í Kaliforníu. Þeir ákveða á leið sinni þangað að keyra í gegnum suðurríki Bandaríkjanna. Þegar þeir koma til Alabama, þá stoppa þeir í klukkubúð til að kaupa sér smá snarl. En um leið og þeir fara út úr búðinni þá eru þeir handteknir. Þeir halda að þeir hafi verið handteknir fyrir að stela úr búðinni, en sakarefnin eru morð og rán. Það sem verra er að þeir horfa fram á dauðarefsingu fyrir glæpina. Bill og Stan eiga enga peninga til að borga fyrir lögfræðing, en góðu fréttirnar eru þær að Bill á frænda sem er lögfræðingur, Vincent Laguardia Gambini. Slæmu fréttirnar eru þær að Vinny er óreyndur lögfræðingur og hefur aldrei flutt mál fyrir dómstólum. Þannig að Vinny þarf að verja skjólstæðinga sína og á í höggi við ósveigjanlegan dómara, nokkra harða aðila úr bænum, og jafnvel kærustuna, Mona Lisa Vito, sem veit hreinlega ekki hvenær hún á að halda kjafti, til að sanna sakleysi strákanna. En hann áttar sig fljótlega á því að hann þarf að leita eftir hjálp.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Verð að taka undir álit gagnrýnandans hér að ofan, að það er óskiljanlegt með öllu af hverju Tomei fékk Óskar fyrir hlutverk sitt í þessari mynd. Myndin er hinsvegar stórgóð og bráðfyndin og heldur dampi allan tímann og er það að minnstu leyti Frk. Tomei að þakka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þræl fyndin og stórskemmtileg mynd. Aðdáendur litla dýrsins hans Pesci verða ekki sviknir, hann er pottþéttur í þessari mynd eins og ávallt. Marisa Tomei fékk óvænt óskarinn fyrir frammistöðu sína í þessari mynd. Maður skilur það nú ekki alveg hún gerir lítið annað en að jórtra tyggigúmi og væla þess á milli. En að öðru leiti pottþétt skemmtun..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.09.2010

Þjóðleikhúsið breytist í bíó á opnunarhátíð RIFF

Það er greinilegt að RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík færist nær, því fréttirnar koma nú í stríðum straumum frá stjórnendum hátíðarinnar. Hátíðin verður sett eftir tvær vikur, eða fimmtudagskvöldið 23...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn