Náðu í appið
Öllum leyfð

What About Bob? 1991

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Bob's a special kind of friend. The kind that drives you crazy!

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Bob Wiley er taugaveiklaður og stjórnsamur maður sem leggur það í vana sinn að gerast mjög uppáþrengjandi við geðlæknana sem hann gengur til. Sá síðasti, sem gat ekki lynt við hann, sendir hann til Leo Marvin. Eftir aðeins einn tíma hjá honum, þá hrífst Bob mjög af Dr. Marvin. En illu heilli þá er læknirinn á leið í sumarfrí með fjölskyldunni, sem... Lesa meira

Bob Wiley er taugaveiklaður og stjórnsamur maður sem leggur það í vana sinn að gerast mjög uppáþrengjandi við geðlæknana sem hann gengur til. Sá síðasti, sem gat ekki lynt við hann, sendir hann til Leo Marvin. Eftir aðeins einn tíma hjá honum, þá hrífst Bob mjög af Dr. Marvin. En illu heilli þá er læknirinn á leið í sumarfrí með fjölskyldunni, sem verður til þess að Bob fær næstum taugaáfall. Hann hringir stöðugt í lækninn og heimtar að fá að hitta hann, en læknirinn segist alltaf vera í fríi og lokar á Bob. Bob hinsvegar tekst að komast að því hvar læknirinn er í fríi, og fer til hans. Fjölskylda læknisins fer að kunna vel við Bob, en lækninum finnst hann vera uppáþrengjandi. Og það er sama hvað hann gerir, Bob hreinlega fer ekki í burtu, og öllum finnst það vera Leo sem er vondi kallinn.... minna

Aðalleikarar


Ég hef horft á þesa mynd mjög oft og horfði á hana fyrst þegar ég var lítill. Bill Murray nær þessu hlutverki svo ótrúlega vel að maður drepst úr hlátri í nokkrum atriðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

What about Bob fjallar um, eins og nafnið kemur til kynna, Bob sem að er sjúklingur Richards Dreyfuss. Dreyfuss fer í sumarfrí en þá kemur Bob og allar fara að dýrka Bob nema hann. Þetta er ótrúlega fyndin mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd allveg ótrúlega fyndin og skemmtileg. Oftast finnst mér gamlar myndir ekkert sérstaklega spennandi en What about Bob var mjög skemmtileg. Hún er um mann sem þjáist af öllu t. d innilokunarkend, asmi, mjaðmaveikur, sýkla hræddur og hann er svolítið geðveikur og svo margt meira sem ég man ekki. Bob fer til geðlæknis sem gefur honum bókina babysteps sem segir manni að taka bara eitt skref í einu og hugsa bara um að þú ætlar að gera næst t. d. að hugsa um hvernig þú ætlar að komast framm á gang og svo hvernig þú ætlar að komast niður stigan og svo framvegis. Og segir honum að lesa hana meðan hann er í fríi, en Bob er ekki alveg sáttur við að geðlæknirinn sinn sé að fara í frí þannig að hann byrjar að ofsækja hann í fríinu en þá byrjar fjölskylda geðlæknisins að líka vel við Bob. Þessi mynd fær þrjár stjörnur hjá mér því hún er allveg ógeðslega fyndin og alveg ágætlega leikin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrælgóð gamanmynd. Dreyfussinn á stórleik hérna. Murry leikur algerlega óþolandi gaur og leikur hann af stakri fagmennsku. Mæli með þessari ef þú vilt hlæja dátt eina kvöldstund. Fyrir alla fjölskylduna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn