Náðu í appið
Bowfinger

Bowfinger (1999)

"A desperate plan for a desperate man"

1 klst 37 mín1999

Myndin gerist í Hollywood.

Rotten Tomatoes83%
Metacritic73
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin gerist í Hollywood. Leikstjórinn, leikarinn og framleiðandinn Bobby Bowfinger, sem má muna sinn fífil fegurri í bransanum, er að lesa handrit eftir einn vin sinn. Hann er sannfærður um að handritið sé frábært, og ákveður að leggja nú allt undir til að slá í gegn. Ekki eru allir jafn sannfærðir og Bobby um ágæti handritsins, en frægur framleiðandi lofar honum að skoða málið, en með því eina skilyrði að stærsta hasarstjarna Hollywood, Kit Ramsey, leiki í myndinni. Bobby reynir því að fá Kit til að leika í myndinni, en hann neitar því, og í framhaldinu ákveður Bobby að gera myndina upp á eigin spýtur. Hann safnar saman ódýrasta tökuliði sem hann finnur, og fær til sín unga fegurðardís, dívu, sem áður skein skært, en sól hennar er farin að hníga til viðar, gaur sem áður vann við að steikja hamborgara, og fleiri, og ræðst svo í verkefnið; að búa til vísindaskáldsögu með Kit Ramsey í aðalhlutverkinu - nema að Ramsey sjálfur veit ekki að hann er að leika í myndinni, og Bobby notar hinn aulalega bróður hans til að hlaupa í skarðið þegar á þarf að halda.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Imagine EntertainmentUS
Brian Grazer ProductionsUS

Gagnrýni notenda (11)

★☆☆☆☆

Ömurleg mynd, Steve Martin hefur nú ekki alltaf verið að leika neina óskarleik, en þarna fer hann niður fyrir sjálfan sig, hreint sagt ömurlegur leikur í þessari mynd. Söguþráðurinn er ...

★★★★★

Svona myndir eru varla til og ég held að þetta verði örugglega eina myndinn sem verður með söguþráð eins og þessi. Þessi mynd sem heitir Bowfinger og hún er mjög fyndinn þrátt fyrir a...

Ég hélt þegar myndin var búin að ég gæti ekki hætt að hlæja en ég náði að yfirbuga hláturinn,þessi mynd er bara ein fyndnasta mynd sem ég hef séð! Myndin fjallar um kvikmyndagerðam...

Mér fannst þetta bara fín grínmynd, frekar heimskuleg en engu að síður mjög skemmtileg og bráðfyndinn, leikurin er mjög góður eins og búast má við af Eddie Murphy, Steven Martin og He...

★★★★★

Ahaha þessi er allgjör SNILLD! Frábær söguþráður og geðveikt fyndin! Og með þessum geðveiku og fyndnu leikurum Steve Martin og Eddie Murphy... Búmm..4 stjörnur..

Vá segi ég núna því að þvílíkt par Steve Martin og Eddie Murphy. Þeir eru rosalegir saman. Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið á mynd því að plottið er virkilega gott og einnig nýtt. E...

Þessi mynd er ágætis della sem maður gleylmir um leið og maður kemur út úr bíósalnum. Ef þú hefur ekkert að gera er ágætt að eyða tímanum á þessari mynd.

Þetta er nú ekkert sérlega fyndin gamanmynd en á sína spretti. Steve Martin hefur oft verið betri virðist vera í einhverri lægð blessaður karlinn. Eddie er þokkalegur hér sérstaklega sem...

Það eru grínkóngarnir Steve Martin og Eddie Murphy sem leika aðalhlutverkin í þessari sprellfjörugu kvikmynd leikstjórans Franks Oz en hún er gerð eftir handriti sjálfs Steve Martin. Þett...

Bowfinger er ein af skemmtilegustu ádeilu-grínmyndum síðari ára. Hún gerir endalaust grín að Hollywood og öllu glamrinu þar í kring (m.a. Scientology - margir frábærir brandarar á þeirr...

Skemmtileg grínmynd þar sem Steve Martin fer með hlutverk seinheppna kvikmyndaframleiðandans Bowfinger sem dreymir um að verða Hollywood stórlax. Til þess að láta drauma sína ráðast leggu...