Green Book
2018
Frumsýnd: 11. janúar 2019
Inspired by a True Friendship
130 MÍNEnska
77% Critics 69
/100 Óskarsverðlaun sem besta mynd ársins, besta handrit og besti meðleikur Mahershala Ali. Vann þrenn Golden Globe verðlaun. Valin besta mynd í flokki söngva- og gamanmynda.
Green Book segir frá tónleikaferðalagi djasspíanistans Dons Shirley og bílstjóra hans og lífvarðar Tonys Lip um Suðurríki Bandaríkjanna árið 1964, en ferðalaginu fylgdi mikil áhætta fyrir Don vegna fordóma margra Suðurríkjabúa á þessum tíma gagnvart fólki af afrískum uppruna. Um leið er þetta sagan af því hvernig hin djúpa vinátta þeirra Dons og Tonys... Lesa meira
Green Book segir frá tónleikaferðalagi djasspíanistans Dons Shirley og bílstjóra hans og lífvarðar Tonys Lip um Suðurríki Bandaríkjanna árið 1964, en ferðalaginu fylgdi mikil áhætta fyrir Don vegna fordóma margra Suðurríkjabúa á þessum tíma gagnvart fólki af afrískum uppruna. Um leið er þetta sagan af því hvernig hin djúpa vinátta þeirra Dons og Tonys kviknaði. Myndin, sem er eftir Peter Farrelly, dregur nafn sitt af leiðarvísinum The Negro Motorist Green Book, eða Grænu bókinni, en í honum var að finna leiðbeiningar fyrir svarta um staði í Suðurríkjunum sem óhætt átti að vera að ferðast um án þess að verða fyrir árás. Með fylgdu listar yfir gisti- og matsölustaði sem úthýstu ekki svörtu fólki. Þeim Don og Tony, sem var af ítölsku bergi brotinn og hafði síðast starfað sem útkastari í Bronx, kom ekki vel saman til að byrja með enda gjörólíkir að upplagi. Don ákvað samt að ráða Tony sem bílstjóra og lífvörð og á meðan á hinu 8 vikna tónleikaferðalagi stóð kviknaði á milli þeirra vinátta sem átti eftir endast þeim til æviloka. Þetta er áhrifarík mynd sem þrátt fyrir að lýsa stækum fordómum þessa tíma í Suðurríkjum Bandaríkjanna er full af hlýju og húmor.... minna