Aðalleikarar
Farrelly snúa aftur
Ég var búinn að sjá trailer myndarinnar svona 18 sinnum í bíó áður en ég uppgötvaði að hún væri Farrelly mynd, gaman að því að þeir séu að gera eitthvað gott eftir að hafa verið í lægð svona lengi. Myndin er engan veginn nærri því að komast nálægtThere's Something About Mary, Dumb And Dumber eða KingPin en er samt mjög skemmtileg. Owen Wilson er alltaf mjög góður og stendur fyrir sínu. Jason Sudeikis er tær snilld, er á uppleið í Hollywood eftir að hafa verið í sinni fyrstu Hollywood mynd árið 2007, eftir að hafa verið í SNL í nokkur ár. Frábær árangur og á það svo sannarlega skilið. Stephen Merchant er alltof lítið í myndinni miðað við að hann er einn fyndnasti maður á jörðinni, hann á eitt al besta atriði myndarinnar. Christina Applegate og Jenna Fischer úr The Office eru góðar sem eiginkonurnar. Myndin er eitt hláturskast að mínu mati, mynd sem maður má ekki missa af, sérstaklega ef maður fílar húmor þeirra Farrelly bræðra.
Ég var búinn að sjá trailer myndarinnar svona 18 sinnum í bíó áður en ég uppgötvaði að hún væri Farrelly mynd, gaman að því að þeir séu að gera eitthvað gott eftir að hafa verið í lægð svona lengi. Myndin er engan veginn nærri því að komast nálægtThere's Something About Mary, Dumb And Dumber eða KingPin en er samt mjög skemmtileg. Owen Wilson er alltaf mjög góður og stendur fyrir sínu. Jason Sudeikis er tær snilld, er á uppleið í Hollywood eftir að hafa verið í sinni fyrstu Hollywood mynd árið 2007, eftir að hafa verið í SNL í nokkur ár. Frábær árangur og á það svo sannarlega skilið. Stephen Merchant er alltof lítið í myndinni miðað við að hann er einn fyndnasti maður á jörðinni, hann á eitt al besta atriði myndarinnar. Christina Applegate og Jenna Fischer úr The Office eru góðar sem eiginkonurnar. Myndin er eitt hláturskast að mínu mati, mynd sem maður má ekki missa af, sérstaklega ef maður fílar húmor þeirra Farrelly bræðra.
Um myndina
Leikstjórn
Bobby Farrelly, Peter Farrelly
Handrit
Bobby Farrelly, Peter Farrelly, Pete Jones, Kevin Barnett
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
4. mars 2011
Útgefin:
21. júlí 2011
Bluray:
21. júlí 2011