When I Stutter
2017
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 27. október 2018
From the depths of hopelessness to the heights of redemption, these stories will change how you view stuttering...
67 MÍNEnska
When I Stutter er verðlaunuð heimildamynd um það mannlega eðli sem býr í dularfullu meini. Yfir fjögurra og hálfs árs tímabil deildu 19 manneskjur sögum um hvernig stam hefur haft áhrif á líf þeirra. Þessar sögur spanna vítt svið mannlegra tilfinninga… Sumar eru drungalegar, sumar eru fyndnar og aðrar lýsa stórsigrum! Að auki er myndin brotin upp með fróðleiksmolum... Lesa meira
When I Stutter er verðlaunuð heimildamynd um það mannlega eðli sem býr í dularfullu meini. Yfir fjögurra og hálfs árs tímabil deildu 19 manneskjur sögum um hvernig stam hefur haft áhrif á líf þeirra. Þessar sögur spanna vítt svið mannlegra tilfinninga… Sumar eru drungalegar, sumar eru fyndnar og aðrar lýsa stórsigrum! Að auki er myndin brotin upp með fróðleiksmolum sem varpa ljósi á ráðgátur og spurningar sem loða við stam. Einn af mikilvægari söguþráðum myndarinnar lýsir ferðalagi ungs manns sem gengst undir meðferð við stami. Sambandið sem myndast á milli mannsins og talmeinafræðings hans yljar áhorfendum um hjartarætur og endurspeglar þá undrun og fegurð sem skapast þegar einstaklingur hittir rétta manneskju á réttum tíma á æviskeiðinu.... minna