Crawl (2019)
"They Were Here First"
Þegar öllum íbúum bæjarfélagsins Coral Lake á vesturströnd Flórída er skipað að yfirgefa bæinn þar sem fellibylur af allra stærstu gerð er við það að...
Bönnuð innan 16 ára
HræðslaSöguþráður
Þegar öllum íbúum bæjarfélagsins Coral Lake á vesturströnd Flórída er skipað að yfirgefa bæinn þar sem fellibylur af allra stærstu gerð er við það að ganga yfir svæðið með tilheyrandi flóðum uppgötvar Haley Keller að faðir hennar, Dave, svarar ekki kalli. Þvert á ráðleggingar yfirvalda heldur hún því inn í bæinn, staðráðin í að finna föður sinn áður en það er of seint. Leit Haley að föður sínum ber árangur þegar hún kemur að honum slösuðum og rænulausum í kjallara húss síns. En þar með er björgunin rétt að byrja því nú þurfa þau feðgin að komast undan hinum gríðarþunga stormi og ekki síður kraftmikilli flóðbylgjunni sem hann ber með sér og á eftir að færa bæinn í kaf innan skamms. Og eins og þetta sé ekki nóg þá fylgir flóðbylgjunni urmull af svöngum krókódílum sem hefðu ekkert á móti því að hafa þau feðgin í matinn ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur





























