Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Mirrors 2008

(Into the Mirror)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. september 2008

There Is Evil........On The Other Side

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 16% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Ben Carson (Kiefer Sutherland) er fyrrverandi lögga sem glímir við sálfræðileg vandamál. Hann tekur að sér næturstarf sem öryggisvörður í gamalli verslun sem brann til grunna fyrir löngu síðan. Stuttu eftir að hann byrjar að vinna fer hann að taka eftir sýnum í speglum verslunarinnar og hann verður að gera sitt besta til að komast til botns í málinu

Aðalleikarar

Leikstjórn


Af einhverjum ástæðum fékk þessi mynd slaka dóma þegar hún kom út, ég skil ekki af hverju. Við erum með einn heitasta horror leikstjórann í dag Alexandre Aja og stjörnu í aðalhlutverki, þ.e. Kiefer Sutherland. Ég fýla 24 þættina í ræmur en það er samt gott að sjá Kiefer aftur í bíómynd. Hann stendur sig vel hér sem fyrrverandi lögga sem hefur lent í sálfræðilegum erfiðleikum og tekist á við alkohólisma. Hann reynir að koma lífi sínu á rétta braut og fær starf sem næturvörður í gömlu og hálf-brunnu leikhúsi. Starfið felst sem sagt í því að labba um þvílíkt draugalegt hús alla nóttina og þegar hræðilegir hlutir fara að gerast ákveður hann af einhverjum ástæðum ekki að hætta. Það þýðir hinvegar ekki að hugsa um svoleiðis hluti. Það sem skiptir máli er að myndin er mjög creepy og vel heppnuð í alla staði. Það eru brutal dauðsföll, bregðuatriði, creepy börn og maður á erfitt með að líta í spegil í nokkra daga á eftir. Mæli með henni fyrir alla sem hafa gaman af góðum hryllingsmyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekta hrollvekja fyrir horror fans !
Mirrors er endurgerð af kóresku hrollvekjunni ‘Into the Mirror’ eða Geoul sokeuro. Mirrors var skrifuð af frökkunum Alexandre Aja og Grégory Levasseur sem skrifuðu saman The Hills have Eyes (2006), P2 (2007) og High Tension (2003), Mirrors var líka leikstýrð af Alexandre Aja. Myndin góða athygli með frábær atriði, fína tónlist og frekar flotta sögu. Þessir tveir piltar eru mjög frægir fyrir vel vandað handrit, tökur, brellur, bara allt. En samt, hefur þessi galla.

Söguþráðurinn er frekar basic. Fyrirverandi lögregla, Ben Carson (Kiefer Sutherland), og fjölskylda hans eru ellt af djöflum sem nota spegla fyrir vopn. Hann fattar að hann djöflarnir koma eitthvað nálægt nýju vinnunni hans, passa brennt geðveikrahæli. Engin epískur söguþráður en hann hefur mikið að leyna. Í handritinu er mikið að gerast og vel skrifað, týpískir Aja og Levasseur. Persónur myndirinar er kannski það sem pirraði suma. Myndin byrjaði bara á því að það var eitthvað svaka dramatískt móment með þeim Sutherland og Patton, svo ætluðu bara að kyssast. Þarna byrjaði myndin kannski seinnt. Sumar persónunar eru dálítið pirrandi. Aðalpersónunar sem Patton og lítli drengurinn Boyce voru pirrandi, Patton alltaf geðveikt reið, trúir ekki neinu, hlustar ekki á neinn. Boyce var kannski ekkert svakalega pirrandi, hann mátti samt hafa smá heila. Sutherland er ekkert að tuða yfir, hetjulegur en ekkert of.

Útlit myndarinar er frekar flott og draugalegt. Hryllingsmynda-aðdáendur sem eru BARA að líta eftir bregðumyndum og svona ‘spooky’ : þetta er ekta. Brellurnar eru svakalegar, ég veit að það er ekkert sem kallast raunverulegt við myndir (sérstaklega hrollvekju) en DAMN ! Þetta er fáranlega flott. Í myndinni er svona sérstakt twist. Ekki svona twistið sem við vorum að leita af allan tímann, bara svona twist til þess að krydda myndina. Annars, söguþráðurinn er fínn, kannski gengur stundum of langt..en það er bara skemmtilegt, tveir persónur myndinarinar sem enginn myndi sakna, útlitið er brjálæðislega flott. Fyrir ekta hrollvekju-aðdáendur. Og annað mál, Poltergeist 3? Hví er fólki ekki sama ? Þessi er allavegana betri.
Góð skemmtun !

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fínasta bregðumynd
Alexandre Aja stimplaði sig inn með The Hills Have Eyes og er einn af þeim sem maður er farinn að líta á sem bjart efni í hryllingsmyndageiranum. Eins asnalegur söguþráður og Mirrors er (og rip-off frá Poltergeist 3) þá eru það klárlega sterkustu hliðar Alexandre Aja sem skína hér í gegn. Myndin er ein stóra bregða sem heldur manni límdum við skjáinn, en á milli bregðuatriðanna laumast inn þessi skemmtilega ráðgáta sem fær mann einnig til að pæla.

Myndin hefur eitt rosalegasta gore atriði sem sést hefur á hvíta tjaldinu, og það eitt gerir þess virði að sjá þessa mynd, eða þá að horfa á það á Kvikmyndir.is (það heitir Kjálkinn Af - sjá hjá videospilaranum undir Aukaefni). Myndin ber klárlega sama stíl og The Hills Have Eyes, en er hálf klisjukennd á tímum og er hægt að kenna hræðilegum leik Kiefer Sutherland þar um, en hann fer sofandi í gegnum þessa mynd.

Mirrors er í raun erfið áhorfs vegna hryllings síns, og því má segja að hún hafi náð takmarki sínu, enda er hér um hryllingsmynd að ræða. Kemur skemmtilega á óvart, og það má segja að hún geri sitt til að fá mann til að sofa með ljósin kveikt eftir áhorf. 6/10 - 2 og 1/2 stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mirrors er bara drulluskemmtileg hrollvekja. Segir frá Ben Carson(Kiefer Sutherland) sem er öryggisvörður á næturvakt í niðurníddu safni í New York borg. Hann fer að taka eftir einkennilegum hlutum í speglum fyrst á safninu og svo alls staðar og þegar hann fer að rannsaka þetta nánar bítur hann í meira en hann getur kyngt. Mirrors tekst að skapa creepy andrúmsloft og nóg er af bregðuatriðum og eiginlega er hún mjög þunglynd. Kiefer Sutherland er að mínu mati mjög góður leikari og ekki olli hann mér neinum vonbrigðum hér þó að ég gangi ekki svo langt að segja að hann sé eins magnaður og hann var í Stand by Me og The Vanishing. Það sem böggaði mig var að þessi mynd inniheldur aðeins of margt sem er bara alls ekki nógu frumlegt. Mörg af hræðsluatriðunum verka heldur kunnuleg. Endirinn er þó frekar sterkur, ég var hræddur um að myndin færi í klisju undir lokin en ekki fór svo. Fer ekki út í það ítarlega til að vera ekki spoiler.......) Mirrors er fínt bíó og fær 8/10 í einkunn. Þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn