Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Midnight Cowboy 1969

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Whatever you hear about Midnight Cowboy is true

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 79
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir handrit, leikstjórn og bestu mynd.

Texasbúinn og nýgræðingurinn Joe Buck kemur til New York í fyrsta skipti. Hann stærir sig af því að vera alvöru bragðarefur, en uppgötvar að það er hann sem er verið að spila með þar til hann hittir hinn þrautseiga, en blanka Ratso Rizzo sem er hálf hornreka í samfélaginu. Þetta samband sveitastráksins og borgarbarnsins þróast út í vináttu og samstarf.

Aðalleikarar


Frábær mynd sem fjallar um Joe Buck (Jon Voight), barnalegan dreng frá Texas sem áhveður að flytja til New York og gerast Hustler (Karlkyns hóra) þar sem hann heldur að allar konur New York borgar séu Kynsveltar og muni borga honum fyrir Kynlíf.

Eitthvað klikkar þetta hjá honum og kynnist hann flækingi að nafni Enrico sem leikinn er af Dustin Hoffman.

Saman hanga þeir og hugsa um hvern annan á meðan þeir reyna allt til að fá einhverja peninga.

Dustin Hoffman klikkar ekki í þessari mynd frekar en öðrum myndum, og Jon Voight er alveg magnaður í sínu hlutverki.

Þessi mynd fékk óskarinn fyrir bestu myndina árið 1969.

Mögnuð mynd sem allir þurfa að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein allra eftirminnilegasta kvikmynd sjöunda áratugarins fjallar um harla óvenjulega vináttu barnalegs sveitapilts sem heldur til New York. Bjartsýnn og bláeygur hyggst hann gera út á þurftaríkar konur, en verður hinsvegar lítið ágengt. Kynnist aftur á móti berklasjúkum flækingi. Er á líður styrkja þessir utangarðsmenn hvorn annan í óblíðri lífsbaráttu meðal dreggja mannlífs stórborgarinnar. Ekkert minna en sannkallað meistaraverk um mannlega niðurlægingu, einmanaleika og ógleymanlegt bræðralag lítilmagnans. Raunsæ, einstök persónuskoðun. Leikur, leikstjórn, handrit, tónlist, hvað eftir öðru betra. Við eigum eftir að lifa í skugga þessa meistaraverks það sem eftir er ævinnar sagði Jon Voight, annar aðalleikara myndarinnar við leikstjórann John Schlesinger meðan á upptökum stóð, en þá gekk allt á afturfótunum. Þessi orð eru sannarlega orð að sönnu enda hlaut hún átta óskarsverðlaun árið 1969, þ.á.m. sem besta kvikmyndin, fyrir bestu leikstjórnina og lagið. Þeir Jon Voight og Dustin Hoffman fara á kostum og er leikur þeirra einn af bestu leiktilbrigðum ferils þeirra. Ég gef Miðnæturkúrekanum eða Midnight Cowboy tvímælalaust fjórar stjörnur og mæli alveg hreint eindregið með þessari þrjátíu ára gömlu klassík sem eldist hreint ekkert og er alltaf jafn góð og fersk og hún var á árum áður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn