Little Women (2019)
"Skapaðu þér þína eigin framtíð"
Little Women er um March-fjölskylduna og þá sérstaklega Marchsysturnar fjórar, Jo, Meg, Beth og Amy, en er um leið sjálfsævisaga því Louisa May byggði hana...
Öllum leyfðSöguþráður
Little Women er um March-fjölskylduna og þá sérstaklega Marchsysturnar fjórar, Jo, Meg, Beth og Amy, en er um leið sjálfsævisaga því Louisa May byggði hana á eigin lífi og systra sinna þriggja. Þótt þær systur væru samrýndar voru þær ólíkar að því leyti að þær horfðu hver með sínum augum á framtíðina. Þannig voru t.d. þær Meg og Amy vissar um að þeim yrði best borgið með því að giftast góðum mönnum (á ólíkum forsendum samt) á meðan Jo (sem í raun er Louisa May) vildi skapa sér sjálfstætt líf, óháð því hverjum hún myndi svo giftast – ef hún myndi giftast. Sagan þykir gefa ómetanlega innsýn í líf milli- og yfirstéttarfólks í Bandaríkjunum á árunum eftir bandarísku borgarastyrjöldina, er í senn áhrifarík og ógleymanleg og inniheldur bæði mikla rómantík og góðan húmor.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



Verðlaun
Tilnefnd til sex Óskarsverðlauna og tvennra Golden Globe-verðlauna. Fékk Óskarinn og BAFTA fyrir búningahönnun.





















