Náðu í appið
Little Women

Little Women (2019)

"Skapaðu þér þína eigin framtíð"

2 klst 15 mín2019

Little Women er um March-fjölskylduna og þá sérstaklega Marchsysturnar fjórar, Jo, Meg, Beth og Amy, en er um leið sjálfsævisaga því Louisa May byggði hana...

Rotten Tomatoes95%
Metacritic91
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Little Women er um March-fjölskylduna og þá sérstaklega Marchsysturnar fjórar, Jo, Meg, Beth og Amy, en er um leið sjálfsævisaga því Louisa May byggði hana á eigin lífi og systra sinna þriggja. Þótt þær systur væru samrýndar voru þær ólíkar að því leyti að þær horfðu hver með sínum augum á framtíðina. Þannig voru t.d. þær Meg og Amy vissar um að þeim yrði best borgið með því að giftast góðum mönnum (á ólíkum forsendum samt) á meðan Jo (sem í raun er Louisa May) vildi skapa sér sjálfstætt líf, óháð því hverjum hún myndi svo giftast – ef hún myndi giftast. Sagan þykir gefa ómetanlega innsýn í líf milli- og yfirstéttarfólks í Bandaríkjunum á árunum eftir bandarísku borgarastyrjöldina, er í senn áhrifarík og ógleymanleg og inniheldur bæði mikla rómantík og góðan húmor.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Louisa May Alcott
Louisa May AlcottHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Columbia PicturesUS
Regency EnterprisesUS
Pascal PicturesUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til sex Óskarsverðlauna og tvennra Golden Globe-verðlauna. Fékk Óskarinn og BAFTA fyrir búningahönnun.