Náðu í appið
Öllum leyfð

Breakfast at Tiffany's 1961

Audrey Hepburn as Holly Golightly. . .the most hilarious heroine who ever rumpled the pages of a best-seller. . .is serving wild oats and wonderful fun!

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 76
/100
Vann tvenn Óskarsverðlaun. Fyrir bestu tónlist og besta lag í kvikmynd, Moon River eftir Henry Mancini og Johnny Mercer.

Baslandi rithöfundurinn Paul Varjak flytur inn í íbúð í blokk í New York og heillast af fallegum og uppátektasömum nágranna sínum Holly Golightly. Lífstíll Holly ruglar og heillar Paul sama tíma; á almannafæri þá skýst hún á milli partýja, með þokkafullu en um leið fáguðu yfirbragði sínu, en þegar þau eru ein, þá breytist hún í sæta, viðkvæma... Lesa meira

Baslandi rithöfundurinn Paul Varjak flytur inn í íbúð í blokk í New York og heillast af fallegum og uppátektasömum nágranna sínum Holly Golightly. Lífstíll Holly ruglar og heillar Paul sama tíma; á almannafæri þá skýst hún á milli partýja, með þokkafullu en um leið fáguðu yfirbragði sínu, en þegar þau eru ein, þá breytist hún í sæta, viðkvæma en taugaveiklaða konu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Yndisleg
Ég hef stefnt að því eins og margir aðrir að horfa á breakfast at tiffany´s í langan tíma og þegar frænka mín gaf mér hana var ekkert eftir til að stoppa mig!

Breakfast at tiffany´s er byggð á samnefndri bók eftir magnaða höfundinn Truman Capote. Myndin fjallar um konuna Holly Golightly sem er stórundarleg, hún lifir furðulegu lífi í manhattan í lítilli sætri íbúð með kettinum sínum sem heitir bara Cat. Hún vinnur sem svona eins konar fylgdarkona og fer á stefnumót fyrir 50$ kvöldið.

Í byrjun myndarinnar er hún nýkomin af stefnumóti þegar hún mætir unga rithöfundnum Paul á stigaganginum. Hann er eins konar fylgdarmaður líka því að kona heldur honum uppi og í staðinn sefur hann hjá henni. Þegar Holly kemst að því hvað þau eiga sameiginlegt þá fer hún að kalla hann Fred eins og bróðir hennar heitir og fer að vingast við hann. Saman fara þau um New York borg og gera stórskemmtilega hluti saman. Á milli þeirra þróast rómantík en vill Holly bara vera með ríkum mönnum svo hún geti borgað fyrir Fred bróður sinn þegar hann snýr aftur úr stríðinu. Margt kemur í ljós og er yfirborðið ekki alltaf eins fágað og það lítur út fyrir.

Myndin er ofboðslega vel gerð og er tískan úr myndinni bæði á húsgögnum og fatnaði ennþá ríkjandi í dag. Myndin sló í gegn á sínum tíma en heldur áfram að vera klassísk þó svo að tíminn líði. Leikararnir eru æðislegir saman og sérstaklega asíski nágranninn sem að kemur við sögu þó nokkuð oft. Línur úr þessari mynd hafa hljómað í mörgum sjónvarpsþáttum meðal annars í Sex and the city og gossip girl og sýnir það fram á að þessi mynd hafi haft áhrif á kvikmyndaheiminn og hefur það enn í dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sá þessa í fyrradag eftir að hafa verið lengi á leiðinni. Ég, eins og flestir, elska Pink Panther myndirnar sem var líka leikstýrt af Blake Edwards. Audrey Hepburn leikur sem sagt Holly Golightly og gerir það með miklum tilþrifum. Truman Capote skrifaði auðvitað söguna sem bætir meira kryddi í blönduna. Myndin hefur náð að festa sig í sessi sem amma allra rómantískra gamanmynda en hún er miklu meira en það. Frábær skemmtun og frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Klassísk og ógleymanleg kvikmynd þar sem rakin er saga lífsnautnakonunnar Holly Golightly sem lifir lífinu svo sannarlega lifandi hátt í borg borganna, New York. Þegar rithöfundurinn Paul Varjak flyst í sama íbúðarhúsið og Holly laðast hún að honum og verður bálskotin í honum. En þegar George tekur að kynnast hinni svokölluðu gleðidrottningu kemst hann að því að saga hennar er sko engin sæla heldur hefur hún átt við mikla erfiðleika að stríða í lífinu og á sér talsverða fortíð. Myndin hlaut þrenn óskarsverðlaun, þ.á.m. hlaut Audrey Hepburn óskarinn fyrir hreint frábæra túlkun sína á gleðidrottningunni Holly Golightly (Holly heitir í reynd Lulamae Barnes). Ekki má heldur gleyma George Peppard sem er góður í hlutverki Pauls, Buddy Ebsen sem er afar eftirminnilegur í hlutverki eiginmanns Hollyar og síðast en ekki síst er Mickey Rooney mjög góður í hlutverki japansks manns sem býr í fjölbýlishúsinu. Og ekki má gleyma óskarsverðlaunalaginu sígilda "Moon River" eftir Henry Mancini sem sló í gegn á sínum tíma. Ég gef "Breakfast ar Tiffany´s" fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni við alla kvikmyndaáhugamenn. Þessi kvikmynd er sígilt meistaraverk og er alltaf sannur gleðigjafi
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd sem Audrey Hepburn fer á kostum í. Hún leikur hér konu sem sker sig úr frá öðrum. Myndin er bæði skemmtileg og góð. Ég gef henni 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn