Minions: The Rise of Gru (2020)
Skósveinarnir: Gru rís upp
"Brace Yourself"
Saga hins tólf ára Gru sem á sér þann draum helstan að verða heimsins mesti ofurþorpari.
Deila:
Öllum leyfðSöguþráður
Saga hins tólf ára Gru sem á sér þann draum helstan að verða heimsins mesti ofurþorpari. Hann elst upp í úthverfunum og er aðdáandi ofurgrúppunnar Vicious 6. Hann reynir hvað hann getur að verða nógu illur til að fá inngöngu í hópinn. Hann fær góðan stuðning frá hinum tryggu fylgjendum sínum, Skósveinunum. Þegar Vicious 6 rekur foringjann, Wild Knuckles, þá kemst Gru í inntökuviðtal. Það heppnast vægast sagt mjög illa og þeir snúast gegn honum. Á flóttanum leitar Gru til Wild Knuckles eftir hjálp og kemst að því að jafnvel þorparar þurfa stundum smá aðstoð frá vinum sínum.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Með íslensku leikraddirnar fara Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Bragi Þór Hinriksson, Erla Ruth Harðardóttir, Harald G. Haraldsson, Stefanía Svavarsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Selma Lóa Björnsdóttir og Steinn Ármann Magnússon.
Upphaflega átti að frumsýna myndina á tíu ára afmæli Aulinn ég frá árinu 2010, en vegna faraldursins var frumsýningu frestað til 2. júlí 2021 og svo aftur til 1. júlí 2022. Frumsýningin verður því á tíu ára afmæli þriðju myndar framleiðslufyrirtækisins Illumination, The Lorax frá 2012.
Myndin er fyrsta framhald á forsögu teiknimyndar, sem fer í bíó, og fyrsta framhald á hliðarmynd teiknimyndar sem fer í bíó.
Aulinn ég þríleikurinn er með karlkyns þorpara, Vector, El Macho og Balthazar Bratt. Skósveinamyndirnar eru með kvenkyns óþokka; Scarlet Overkill og Belle Bottom.
Alan Arkin og Steve Carell léku líka saman í Little Miss Sunshine (2006) og í Get Smart (2008).
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Universal PicturesUS

IlluminationUS





























